Íbúakönnun vegna Brothættra byggða

DalabyggðFréttir

KPMG hefur verið fengið til þess að vinna áhrifamat/úttekt á verkefninu um Brothættar byggðir þar sem mat verður lagt á áhrif verkefnisins í öllum byggðarlögum sem tekið hafa þátt undir merkjum Brothættra byggða frá árinu 2013.

Sem liður í þeirri vinnu er óskað eftir sjónarmiðum íbúa í viðkomandi byggðarlögum til að fá frekari innsýn í verklag, árangur og áhrif verkefnisins.

Hægt er að taka þátt í könnuninni með því að smella hér: Íbúakönnun vegna áhrifamats

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei