Bílastæði máluð við Stjórnsýsluhús 15.06.2023

DalabyggðFréttir

Það hefur ekki farið framhjá þeim sem eiga leið um Búðardal að Vinnuskólinn hefur staðið í ströngu. Starfsmenn Vinnuskólans hafa staðið sig gífurlega vel og eiga hrós skilið fyrir unnin verk. 

Í dag voru bílastæði máluð við Dalabúð og leikskólann en á morgun er á dagskrá að mála bílastæði við Stjórnsýsluhúsið.

Það er oft mikið líf í húsinu á fimmtudögum og því viljum við benda gestum á að nýta frekar bílastæðin við Dalabúð ef verið er að sækja þjónustu í Stjórnsýsluhúsið á meðan verið er að mála og sýna tillitssemi kringum vinnusvæði Vinnuskólans sem verður afmarkað með umferðarkeilum.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei