Hreinsun á rúlluplasti frestast

DalabyggðFréttir

Rúlluplast hreinsun sem átti að hefjast á morgun mun frestast um nokkra daga þar sem öll hirðing gengur hægt þessa dagana vegna færðar og veðurs. Vonir standa til um að það náist þó síðar í þessari viku og ef þörf verður á, unnið inn í helgina til að klára hreinsun.

Sérstakur húsnæðisstuðningur vegna 15-17 ára

DalabyggðFréttir

Ungmenni 15-17 ára sem eru í framhaldsskólum eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi. Stuðningurinn er ætlaður foreldrum/forsjáraðilum 15-17 ára ungmenna sem leigja herbergi á heimavist, á námsgörðum, eða leiguherbergi á almennum markaði og njóta ekki vegna aldurs réttar til húsnæðisbóta. Umsóknir berist til skrifstofu Dalabyggðar eða á netfangið dalir@dalir.is. Skila þarf inn útfylltu umsóknareyðublaði og senda með afrit af húsaleigusamningi og …

Álagning fasteignagjalda 2022

DalabyggðFréttir

Álagningu fasteignagjalda (fasteignaskattur, lóðarleiga, vatnsgjald, sorpgjald, fráveita og rotþróargjald) er lokið og hafa álagningarseðlar verið birtir á Island.is. Fyrir þá sem greiða upp fasteignagjöldin fyrir 15. febrúar er 3% staðgreiðsluafsláttur. Einhverjir vilja leggja beint inn fyrir fasteignagjöldunum, þá þarf að muna að senda tilkynningu á bokhald@dalir.is Reikningsupplýsingar fyrir greiðslu fasteignagjalda eru: kt. 510694-2019 rkn.nr. 0312-26-1818 Álagningarseðlar verða ekki sendir á pappír heldur …

Gatnagerð og jarðvegsskipti í Bakkahvammi – verðkönnun

DalabyggðFréttir

Dalabyggð óskar eftir tilboði í gatnagerð og jarðvegsskipti í Bakkahvammi. Framkvæmdin felst í því að framlengja götuna um ca. 100 metra. Verktími er frá 28/2/2022 til 1/5/2022 Áhugasamir geta kallað eftir gögnum með því að senda tölvupóst á netfangið saethor@dalir.is Tilboðum skal skilað á skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11, 370 Búðardal eða á saethor@dalir.is fyrir kl.12:00 þann 28. febrúar nk. merkt: …

Héraðsbókasafn Dalasýslu – Gjaldskrá ársins 2022

DalabyggðFréttir

Við vekjum athygli á því að ný gjaldskrá hefur tekið gildi á Héraðsbókasafni Dalasýslu fyrir árið 2022. Árgjald kr. 2.500 Gjald fyrir millisafnalán kr. 3.800 fyrir hverja bók Vanskil kr. 30 á dag eftir skiladag Innheimta gjalda: Árgjald : Innheimt í heimabanka eða greitt hjá bókaverði Millisafnalán : Þegar bók er pöntuð í millisafnaláni er hægt að greiða strax hjá …

Skráning hafin í Lífshlaupið 2022

DalabyggðFréttir

Bendum á að skráning er hafin í Lífshlaupið 2022 en keppnin hefst svo 2. febrúar. Allar nánari upplýsingar um Lífshlaupið er að finna á vefsíðu verkefnisins www.lifshlaupid.is Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum Embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er …

Félagsheimilið Árblik í Dölum til leigu

DalabyggðFréttir

Dalabyggð auglýsir félagsheimilið Árblik í Dölum til leigu. Rekstur í Árbliki er spennandi verkefni fyrir hugmyndaríkan og nýjungagjarnan einstakling. Frábært tækifæri fyrir núverandi íbúa eða þann sem vill breyta til og búa í vinalegu sveitarfélagi sem er margrómað fyrir kyrrð og náttúrufegurð. Tegund rekstrar/þjónustu sem verður í Árbliki er í höndum rekstraraðila og býður húsið upp á möguleika fyrir sýningarrými, …

Auglýst eftir aðilum í byggingarnefnd vegna íþróttamannvirkja

DalabyggðFréttir

Á 213. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar var samþykkt að auglýsa eftir aðilum sem hefðu áhuga á að sitja í byggingarnefnd vegna byggingar íþróttamannvirkja í Dalabyggð. Byggingarnefnd heyrir undir sveitarstjórn og í henni sitja fimm fulltrúar sem munu starfa til 31. desember 2024. Á þessum tíma er nefndinni heimilt að halda allt að 30 fundi. Hlutverk byggingarnefndar er: • Nefndin lýkur við …

Umræðufundur Bakkahvamms hses. vegna byggingar íbúða

DalabyggðFréttir

Stjórn Bakkahvamms hses. boðar til umræðufundar með verktökum og iðnaðarmönnum í Dalabyggð varðandi áætlun um byggingu íbúða, í fundarsal Stjórnsýsluhússins að Miðbraut 11 í Búðardal (2. hæð), fimmtudaginn 20. janúar nk. kl. 17:00. Þeir sem hafa áhuga á að sitja fundinn verða að skrá sig hjá Jóhönnu eigi síðar en kl.13:00 daginn áður (19.01.2022), með því að hringja í síma …