Fréttir af framkvæmdum hjá Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Í sumar hefur verið unnið að ýmiskonar viðhaldi í grunnskólanum. Hluti þess eru úrbætur í kjölfar úttektar Verkís síðasta vetur. Á Silfurtúni er endurnýjun á sameiginlegu baðherbergi langt komin og mun bæta aðstöðu íbúa og starfsfólks til muna. Gatnahönnun í Iðjubraut og botnlanga frá Lækjarhvammi er langt komin og stefnt að útboði á jarðvegsskiptum á næstu vikum. Að auki verður …

Frá sveitarstjóra

DalabyggðFréttir

Ágætu íbúar Dalabyggðar og aðrir þeir sem lesa Dalapóstinn og/eða heimasíðu okkar, www.dalir.is eða Facebook síðuna „Sveitarfélagið Dalabyggð. Undirritaður kom til starfa þann 2. ágúst síðastliðinn og tók þá við starfi sveitarstjóra Dalabyggðar af Kristjáni Sturlusyni. Um leið og ég þakka Kristjáni fyrir hans störf og góða viðkynningu þá vil ég þakka starfsfólki Dalabyggðar og öðrum íbúum Dalabyggðar sem ég …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 224. fundur

Kristján IngiFréttir

FUNDARBOÐ 224. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 18. ágúst 2022 og hefst kl. 16:00   Dagskrá: Almenn mál 1. 2207024 – Uppsögn á samningi um félagsþjónustu 2. 2208004 – Vegamál 3. 2205017 – Fjallskil 2022 4. 2207023 – Umsókn um skólavist utan sveitarfélags Fundargerðir til staðfestingar 5. 2206003F – Byggðarráð Dalabyggðar – 292 6. 2206005F …

Bókabingó 2022

SafnamálFréttir

Síðasti dagur til að skila inn bingóspjöldum er fimmtudagurinn 18. ágúst. Þau börn sem skila bingóspjaldinu sínu á bókasafnið fá að launum glaðning fyrir þátttökuna ásamt viðurkenningarskjali fyrir að hafa lokið við bingóið. Bókasafnið er opið á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 13:30-17:00.

Sérstakur húsnæðisstuðningur vegna 15-17 ára

SafnamálFréttir

Ungmenni 15-17 ára sem eru í framhaldsskólum eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi. Stuðningurinn er ætlaður foreldrum/forsjáraðilum ungmenna sem leigja herbergi á heimavist, á námsgörðum, eða leiguherbergi á almennum markaði og njóta ekki vegna aldurs réttar til húsnæðisbóta. Samkvæmt reglum skal umsókn berast fyrir 15. þess mánaðar sem greitt er fyrir og ekki greitt aftur í tímann. Umsókn gildir fyrir hverja …

Íbúafundur – DalaAuður

SafnamálFréttir

Íbúafundur í Búðardal í verkefninu DalaAuður undir merkjum Brothættra byggða Íbúafundur verður haldinn í Dalabúð þriðjudaginn 23. ágúst klukkan 18:00 – 20:30. Fundurinn er haldinn í tengslum við byggðaþróunarverkefnið Brothættar byggðir en verkefnið í Dalabyggð fékk nafnið DalaAuður á íbúaþingi í vor. Á íbúafundi verður kynnt tillaga að verkefnisáætlun fyrir DalaAuð, þar sem sett hafa verið fram markmið sem snúa …

Aðalfundur Undra

SafnamálFréttir

Aðalfundur Íþróttafélagsins Undra verður haldinn í Dalabúð mánudaginn  29. ágúst kl. 20:00. Dagskrá fundar: Yfirlit ársins Fjármál Kynning á vetrardagskrá Önnur mál Allir eru velkomnir. Stjórn Íþróttafélagsins Undra

Rafmagnslaust í Sælingsdal

SafnamálFréttir

Rafmagnslaust verður frá Árbæ í Hvammssveit og inn í Sælingsdal föstudaginn 19. ágúst 2022 frá kl 00:00 til kl 04:00 vegna vinnu við dreifikerfi Rarik. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK á Vesturlandi í síma 528 9000 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof

Hundahald í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Um hundahald í Dalabyggð gildir samþykkt um hundahald í Dalabyggð nr. 26/2003. Samþykktina má finna HÉR. Alla hunda í Búðardal skal skrá á skrifstofu Dalabyggðar og greiða skráningargjald, eftir það er greitt árgjald. Í skráningargjaldi er innifalin örmerking, skráning, merking, ábyrgðartrygging, hundahreinsun og árgjald það ár. Í árgjaldi er innifalin ábyrgðartrygging og hundahreinsun. Hundahreinsun í dreifbýli fer fram samhliða öðrum …