Sérstakur húsnæðisstuðningur vegna 15-17 ára.

DalabyggðFréttir

Unglingar 15-17 ára sem eru í framhaldsskólum eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi. Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning og umsóknareyðublöð má finna hér: – Reglur – Eyðublað Umsóknir berist til skrifstofu Dalabyggðar eða á netfangið dalir@dalir.is. Fylla þarf út umsóknareyðublað, senda með afrit af húsaleigusamningi og staðfestingu á skólavist. Umsókn skal berast fyrir 15. þess mánaðar sem greitt er fyrir, ekki er …

Rafmagnsleysi Miðdölum 26. ágúst

DalabyggðFréttir

Rafmagnslaust verður frá Álfheimum að Brekkumúla auk stæstum hluta Haukadals 26.08.2021 frá kl 10:00 til kl 10:20 og aftur kl 16:00 til kl 16:20 vegna tengingar á háspennustreng við Breiðabólsstað. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof

Viðvera menningarfulltrúa SSV

DalabyggðFréttir

Sigursteinn Sigurðsson, menningarfulltrúi SSV verður með viðveru í stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar (Miðbraut 11, 370 Búðardal) þann 30. ágúst nk. kl.13-15. Menningarfulltrúi vinnur að ýmsum samstarfsverkefnum og ráðgjöf varðandi menningarmál. Menningarfulltrúi starfar með uppbyggingarsjóðnum og veitir umsækjendum um menningarstyrki upplýsingar og ráðgjöf. Menningarfulltrúi vinnur einnig með fagráði menningarmála að tillögu um úthlutun menningarstyrkja úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands og heldur utan um samskipti við …

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar

DalabyggðFréttir

Alþingiskosningar verða haldnar 25. september 2021 og atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hófst 13. ágúst síðastliðinn. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar í Dalabyggð fer fram í afgreiðslu sýslumannsins á Vesturlandi að Miðbraut 11 í Búðardal. Afgreiðsla sýslumanns er opin þriðjudaga og fimmtudaga kl. 9-13.

Félagsleg heimaþjónusta

DalabyggðFréttir

Starfsmann vantar hjá félagsþjónustu Dalabyggðar við heimaþjónustu. Í félagslegri heimaþjónustu er veitt aðstoð við þrif, heimilisstörf og/eða félagslegur stuðningur til að gera viðkomandi kleift að búa á eigin heimili við sem eðlilegastar aðstæður. Umsækjandi þarf að vera stundvís, áreiðanlegur, heiðarlegur og hafa góða samskiptahæfileika. Allir eldri en 17 ára (með bílpróf) hvattir til að sækja um. Frekari upplýsingar gefur Sigríður …

Tímavinna við gangbrautarmerkingar

DalabyggðFréttir

Dalabyggð óskar eftir starfskrafti í tímavinnu við að mála gangbrautarmerkingar í Búðardal. Verkið verður unnið undir umsjón umsjónarmanns framkvæmda hjá Dalabyggð. Vinnutími er breytilegur og þarf að haga honum í samræmi við veður. Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið dalir@dalir.is fyrir 27. ágúst.

Bifreið til sölu

DalabyggðFréttir

Mitsubishi L200 pallbifreið í eigu Dalabyggðar er til sölu. Bifreiðin er nýskráð 2006 og ekin 274 þús. kílómetra. Bifreiðin verður seld í gegnum vefinn bilauppbod.is og mun skráning hennar koma þar inn miðvikudaginn 25. ágúst.

Heimsóknartakmarkanir á Silfurtúni uppfærðar

DalabyggðFréttir

Reglur varðandi heimsóknir á Silfurtúni hafa verið uppfærðar. Við biðjum aðstandendur að gæta þess að hafa grímur á sér allan tímann sem verið er í heimsókn. Eins er nú aðeins ein heimsókn á dag og miðast sú heimsókn við 1-2 gesti. Förum áfram varlega og gætum að sóttvörnum.  

Skimun fyrir leghálskrabbameini (Búðardal)

DalabyggðFréttir

Helga Hreiðarsdóttir ljósmóðir, verður með móttöku í Búðardal vegna leghálssýnatöku þriðjudaginn 24. ágúst n.k. Konur sem hafa fengið boðsbréf í skimun geta pantað tíma hjá heilsugæslunni í Búðardal í síma 432 1450.