Reikningsskil vegna uppgjörs 2022

Dalabyggð Fréttir

Um þessar mundir er unnið að uppgjöri ársins 2022 og verið að taka saman gögn vegna ársreiknings.

Verktakar og aðrir sem hafa starfað fyrir sveitarfélagið á árinu 2022 eru beðnir um að skila reikningum á skrifstofu Dalabyggðar að Miðbraut 11 í Búðardal eigi síðar en föstudaginn n.k. þann 13. janúar. Skrifstofan er opin frá kl. 09:00 – 13:00.

Ef eitthvað er óljóst eða fyrirséð er að ekki verði hægt að koma reikning á skrifstofuna fyrir vikulok biðjum við ykkur um að hafa samband í síma 430-4700 eða á ingibjorgjo@dalir.is

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei