Samstarfssamningur við Leikklúbb Laxdæla undirritaður

DalabyggðFréttir

Í dag var undirritaður samstarfssamningur milli Dalabyggðar og Leikklúbbs Laxdæla.

Markmið samningsins er meðal annars að hvetja til og styrkja starfsemi leikklúbbsins og styðja við öflugt og fjölbreytt menningarlíf.

Með samningnum fær klúbburinn afnot af aðstöðu fyrir bæði búnað og æfingar en styrkurinn er metinn á 1.500.000 kr.-

Samningurinn gildir til ársloka 2025 og er það von Dalabyggðar að með samningnum fái menning innan héraðs tækifæri til að blómstra enn frekar.

Leikklúbburinn stóð fyrir sýningunni „Sumarhátíð“ á Sumardaginn fyrsta 2022 og stefnir á frekara sýningahald á þessu nýja ári.

Samningurinn verður lagður fram til afgreiðslu sveitarstjórnar á næsta fundi hennar, þann 12. janúar n.k.

Það voru þau Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri Dalabyggðar og Ólöf Halla Bjarnadóttir formaður Leikklúbbs Laxdæla sem undirrituðu samninginn. 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei