Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 224

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
18.08.2022 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti,
Ingibjörg Þóranna Steinudóttir varaoddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Garðar Freyr Vilhjálmsson aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Sindri Geir Sigurðarson varamaður,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri
Lagt til að eftirtöldum málum verði bætt á dagskrá:
2112015 verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður 5.
2205022 verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður 6.
Röð annarra dagskrárliða breytist í samræmi við framangreint.
Samþykkt.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2207024 - Uppsögn á samningi um félagsþjónustu
Borgarbyggð hefur sagt upp samningi við Dalabyggð um félagsþjónustu.
Lagt til að málinu verði vísað til byggðarráðs.

Samþykkt samhljóða.
Uppsögn á samningi um félagsþjónustu.pdf
2. 2208004 - Vegamál
Bókun varðandi Laxárdalsheiði lögð fram:

Sveitarstjórn Dalabyggðar skorar á Vegagerðina að huga að því að samhliða langþráðum endurbótum á veginum yfir Laxárdalsheiði verði horft til þess að endurbæta og tvöfalda þær brýr sem á leiðinni eru.
Það er ekki ásættanlegt að áfram verði einbreiðar brýr sem muna sinn fífil fegurri með blikkandi ljósum eftir að þessi mikilvæga leið hefur verið endurbætt.

Til máls tóku: Garðar, Eyjólfur.

Samþykkt samhljóða.

Bókun varðandi Skógarstrandarveg lögð fram:

Skógarstrandarvegur, vegur 54 í vegakerfi Íslands, gegnir lykilhlutverki í því að tengja saman Dali og Snæfellsnes. Skógarstrandavegur er eini stofnvegur á Vesturlandi sem er án bundins slitlags og sá lengsti á láglendi landsins alls sem er án bundins slitlags. Skógarstrandarvegur, með þverun Álftafjarðar, er forsenda fyrir auknu samstarfi sveitarfélaga við Breiðafjörð og góðri tengingu Snæfellsness, Dala, Vestfjarða og Norðurlands.
Nú er uppi algerlega óásættanleg staða hvað þessa mikilvægu vegtengingu varðar þegar einstaka ferðaþjónustufyrirtæki hafa bannað sínum ökumönnum og fararstjórum að aka þessa leið sökum þess hvað vegurinn er í slæmu ástandi.
Sveitarstjórn Dalabyggðar skorar á stjórnvöld að líta á þessa stöðu sem neyðarástand og veita sérstöku fjármagni til þessa vegar þannig að á næstu 2 árum verði lokið lagningu bundins slitlags á veg 54.

Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn Dalabyggðar.pdf
3. 2205017 - Fjallskil 2022
Allar fjallskilanefndir hafa skilað inn gögnum. Lagt til að allar fundargerðir og álagningar verði staðfestar fyrir utan álagningu Fellsstrandar sem verði vísað aftur til byggðarráðs til leiðréttingar.

Til máls tóku: Þuríður, Eyjólfur.
Fjallskilanefnd Fellsstrandar.pdf
Fundargerð 4.8.2022..pdf
Fundargerd fjallskil 2022.pdf
fundargerð fjallskilanefndar skógarstrandar 2022.pdf
Fundargerð 12.08.22.pdf
Fundargerð 07.08.22.pdf
Fundagerð Fjallskiladeildar Hvammssveitar 2022.pdf
Fundargerð fjallskilanefndar Laxárdals 2022 - Copy..pdf
4. 2207023 - Umsókn um skólavist utan sveitarfélags
5. 2112015 - Bakkahvammur, óveruleg breyting á deiliskipulagi
Úr fundargerð 128. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 10.08.2022, dagskrárliður 6:
2112015 - Bakkahvammur breyting á deiliskipulagi
Umhverfis- og skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að leita til Eflu um breytta lóðaskipan, til að taka tillit til hugsanlegra fornleifa. Einnig að hafa samráð við Minjastofnun um endurskoðaða lóðaskipan í Bakkahvammi 15 og 17. Nefndin veitir skipulagsfulltrúa umboð til að skrá breytta lóðaskipan og byggingarreiti, að framangreindum formsatriðum uppfylltum.

Lagt til að ákvörðun umhverfis- og skipulagsnefndar verði staðfest.

Samþykkt samhljóða.
6. 2205022 - Umsókn um landskipti fyrir Botnalækjahæðir út úr jörðinni Hróðnýjarstaðir
Borist hefur erindi frá málsaðilum um að afgreiðslu málsins verði frestað.
Fundargerðir til staðfestingar
7. 2206003F - Byggðarráð Dalabyggðar - 292
1. Kosning varaformanns byggðarráðs - 2206026
2. Trúnaðarbók byggðarráðs - 2202028
3. Innheimtumál - 2206020
4. Vatnsveita á Eiríksstöðum - 2206021
5. Umsókn um styrk vegna tónlistarnáms utan sveitarfélags - 2206025
6. Skólaakstur - leið 8 - 1901043
7. Fjárhagsáætlun 2022 - Viðauki V - 2206034
8. Laugar í Sælingsdal - tilboð - 2206024
9. Söfnunarílát -fyrir skilagjaldsskyldar umbúðir við tunnustöðvar - 2206035
10. Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 26 2204009F
11. Fundargerðir SSV 2022 - 2201001
12. Ráðning sveitarstjóra - 2205019
13. Skoravík, krafa um afturköllun byggingarleyfis - 2112018
14. Tikynning um fyrirhugaða niðurfellingu Ormsstaðavegar nr 5922-01 af vegaskrá - 2206019
15. Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2022 - 2206022

Samþykkt samhljóða.
8. 2206005F - Byggðarráð Dalabyggðar - 293
1. Frístundaakstur - 2205025
2. Laugar í Sælingsdal - tilboð - 2206024
3. Spurningar til sveitarfélaga frá innviðaráðuneytinu - 2206038
4. Auglýsingaskilti á lóðinni Miðbraut 15 í Búðardal - 2205021
5. Eldsneytisgeymir við rafstöð RARIK - 2206011
6. Stofnun lóðar (Ljárskógarströnd 1) úr landi Ljárskóga L137576 - 2206012
7. Stofnun lóðar (Gautland 2) úr landi Gautastaða - 2206018
8. Trúnaðarbók byggðarráðs - 2202028
9. Fjárhagsáætlun 2022 - Viðauki V - 2206034
10. Sælingsdalslaug 2022 - 2204016
11. Umsagnarbeiðni vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II, Ásubúð apartments - 2207003
12. Breyting á deiliskipulagi í Ólafsdal - 2203002
13. Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 127 - 2205004F
14. Félagsmálanefnd Dalabyggðar - 62 - 2206002F
15. Fræðslunefnd Dalabyggðar - 111 - 2205002F
16. Fundir Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2022 - 2201011
17. Fundargerðir Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda bs. - 2002008
18. Fundargerðir Fasteignafélagið Hvammur ehf. 2022 - 2201006
19. Fundargerðir Dalagisting 2022 - 2201005
20. Fundargerðir Sambands ísl. sveitarfélaga 2022 - 2201003
21. Fundargerðir Almannavarnanefndar Vesturlands - 2002009
22. Áfangastaðafulltrúi - 2207001
23. Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis - 2111003
24. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2205004
25. Seta í stjórn Brákar hses - 2207004

Samþykkt samhljóða.
9. 2207002F - Byggðarráð Dalabyggðar - 294
1. Ráðning sveitarstjóra - 2205019
2. Umsókn um styrkvegi 2022 - 2207006
3. Bygging leiguíbúða í Bakkhvammi 2022 - 2206023
4. Fundir Veiðifélags Laxdæla 2022 - 2201016
5. Frístundaakstur - 2205025

Samþykkt samhljóða.
10. 2207005F - Byggðarráð Dalabyggðar - 295
1. Prókúra fyrir Dalabyggð - 2205019
2. Laugar í Sælingsdal - tilboð - 2206024
3. Eignarhald félagsheimila 2001030
4. Umsögn um breytingu rekstrarleyfis úr flokki III í flokk IV - Gil gistiheimili, Skriðuland, 371 Búðardal - 2207010
5. Samstarfsverkefni Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar um tómstundastarf - 2207018
6. Flutningur dýrahræja til förgunar - útboð - 2207011
7. Gönguleið milli Á á Skarðsströnd og Vogs á Fellsströnd - 2207020
8. Stuðningur við kvennareið 2022 - 2207021
9. Umsókn um skólavist utan sveitarfélags - 2207023
10. Endurskipulagning sýslumannsembætta - 2203020
11. Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 60 - 2207004F
12. Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 61 - 2207007F
13. Byggingarnefnd íþróttamannvirkja í Búðardal fundargerðir 2022 - 2204013
14. Fundargerðir Dalagisting 2022 - 2201005
15. Framtíðaráform um varaafl raforku í Dalabyggð - 2207009
16. Sex mánaða rekstraruppgjör - 2104022
17. Fjárhagsáætlun 2022 - Viðauki VI - 2207019

Samþykkt samhljóða.
11. 2207008F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 128
Samþykkt samhljóða.
11.1. 2207022 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar - Ljárskógar
Yggdrasil Carbon ehf. sækir um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar í landi Ljárskóga.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda varðandi umsóknina.
11.2. 2110026 - Deiliskipulag fyrir jörðina Skoravík
Lögð fram uppfærð tillaga að deiliskipulagi fyrir Skoravík.
Umhverfis- og skipulagsnefnd felur formanni nefndarinnar og skipulagsfulltrúa að funda með umsækjanda varðandi verkefnið.
11.3. 2205022 - Umsókn um landskipti fyrir Botnalækjahæðir út úr jörðinni Hróðnýjarstaðir
Sótt er um landskipti út úr jörðinni Hróðnýjarstaðir.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir landskiptin fyrir sitt leyti og felur skipulagsfulltrúa að afla fullnægjandi gagna og vinna málið áfram. Nefndin bendir þó á að sveitarfélög ákvarða ekki um lögbýlisrétt.
11.4. 2206011 - Eldsneytisgeymir við rafstöð RARIK
Niðurstöður grenndarkynningar lagðar fram.
Umhverfis- og skipulagsnefnd þakkar og bréfið tekur undir sjónarmið bréfritara um verklag framkvæmdarinnar og varðandi grenndarkynningu. Samkvæmt yfirlýsingu Rarik, sem fjallað er um í lið 6 á þessum fundi er þessi ráðstöfun tímabundin.
11.5. 2206037 - Umsókn um byggingarleyfi
Niðurstöður grenndarkynningar lagðar fram.
Umhverfis- og skipulagsnefnd þakkar ábendinguna. Við umfjöllun um byggingarleyfið á sínum tíma þótti nefndinni jákvætt að nýtt hús skyggði ekki á útsýni frá þeim fasteignum sem fyrir eru.
11.6. 2112015 - Bakkahvammur breyting á deiliskipulagi
Umhverfis- og skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að leita til Eflu um breytta lóðaskipan, til að taka tillit til hugsanlegra fornleifa. Einnig að hafa samráð við Minjastofnun um endurskoðaða lóðaskipan í Bakkahvammi 15 og 17. Nefndin veitir skipulagsfulltrúa umboð til að skrá breytta lóðaskipan og byggingarreiti, að framangreindum formsatriðum uppfylltum.
11.7. 2207009 - Framtíðaráform um varaafl raforku í Dalabyggð.
Svar frá RARIK um framtíð varaafls í Dalabyggð lagt fram.
Lagt fram til kynningar. Umhverfis- og skipulagsnefnd þakkar ítarlegt svar.
12. 2208001F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 62
Samþykkt samhljóða.
12.1. 2201044 - Rekstur Silfurtúns 2022
Rætt um stöðu mála á Silfurtúni í ljósi fjarveru hjúkrunarframkvæmdastjóra. Sveitarstjóra falið að ræða við viðkomandi um hvernig verði haldið á málum á Silfurtúni meðan á fjarveru starfsmannsins varir.

Einnig var samþykkt að fela sveitarstjóra að semja við formann stjórnar um tímabundið 20% starfshlutfall varðandi umsjón með starfsmannahaldi og samskipti við Sjúkratryggingar Íslands ásamt öðru tilfallandi er varðar daglega umsýslu í þágu Silfurtúns.

Formanni stjórnar og sveitarstjóra falið að finna lausn á því hvernig hagað verði vöktum hjúkrunarfræðings/a í fjarveru hjúkrunarframkvæmdastjóra.

Jafnframt var samþykkt að upplýsa starfsfólk og heimilismenn um stöðu mála um leið og málin skýrast frekar.

Mál til kynningar
13. 1901014 - Skýrsla frá sveitarstjóra.
Minnisblað lagt fram.
Til máls tók: Björn Bjarki
2022, 18.ágúst.pdf
Fundargerð yfirfarin, staðfest og undirrituð.
Næsti fundur sveitarstjórnar verður 8. september 2022.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:28 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei