Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 232

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
09.03.2023 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti,
Ingibjörg Þóranna Steinudóttir varaoddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Garðar Freyr Vilhjálmsson aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Alexandra Rut Jónsdóttir varamaður,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála
Lagt til að mál nr. 2301010 - Fundir Sorpurðunar Vesturlands ehf 2023 verði tekið á dagskrá og verði dagskrárliður 22.

Samþykkt.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2302013 - Ársreikningur Dalabyggðar 2022
Ársreikningur Dalabyggðar 2022 lagður fram til fyrri umræðu.

Úr fundargerð 306.fundar byggðarráðs 09.03.2023, dagskrárlið 1:

Sigurjón Ö. Arnarson endurskoðandi sveitarfélagsins fór yfir ársreikning og drög að endurskoðunarbók.

Byggðarráð staðfestir reikninginn, áritar hann og vísar til sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.

Til máls tók: Eyjólfur.

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 1.153,7 millj. kr. samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 925,1 millj. kr.
Álagningarhlutfall útsvars var 14,52% sem er lögbundið hámark. Álagningahlutfall fasteignaskatts nam 0,50% í A-flokk sem er lögbundið hámark, í B-flokki nam álagningarhlutfallið 1,32% sem er lögbundið hlutfall. Í C-flokki nam álagningarhlutfallið 1,50% en lögbundið hámark þess er 1,32%. Sveitarstjórnir hafa heimild til að hækka álagningarhlutfall í A og C-flokki um allt að 25% umfram framangreind hámörk.
Rekstrarniðurstaða A og B hluta var neikvæð um 13,0 millj. kr., en rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um 35,2 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2022 nam 901,9 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en eigið fé A hluta nam 844,7 millj. kr.

Ársreikningi vísað til annarrar umræðu í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.
Dalabyggð Ársreikningur 2022 fyrir byggðaráð.pdf
2. 2002053 - Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar
Lögð fram að nýju tillaga að Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020 - 2032.

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 10. mars 2022 að auglýsa tillögu að nýju Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032. Aðalskipulagstillagan, ásamt umhverfismatsskýrslu, var auglýst frá 15. júlí 2022 skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 15. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

Athugasemdafrestur lauk 26. ágúst 2022. Athugasemdir, ábendingar og umsagnir bárust á kynningartíma.

Á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar dags. 7.11.2022 var lagt fram minnisblað með yfirliti yfir athugasemdir sem bárust. Nefndin fundaði 01.02.2023 og aftur 01.03.2023. Leggur nefndin til að sveitarstjórn Dalabyggðar samþykki Aðalskipulag Dalabyggðar 2020-2032 með lagfæringum og breytingum sjá samþykkt í fundargerð 135. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar.
Lagfæringum/breytingum sem orðið hafa er lýst í minnisblaði meðfylgjandi fundargögnum sveitarstjórnar, dagsett 7. mars 2023.

Til máls tók: Eyjólfur.

Tillaga lögð fram til afgreiðslu:

Sveitarstjórn hefur farið yfir framlögð gögn og samþykkir, með vísan í 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, framlagða tillögu að nýju aðalskipulagi Dalabyggðar með þeim lagfæringum sem lýst er í minnisblaði umhverfis- og skipulagsnefndar unnu af Verkís. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að senda Skipulagsstofnun aðalskipulagið til staðfestingar í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt felur sveitarstjórn sveitarstjóra að senda þeim aðilum er athugasemdir gerðu, afgreiðslu og umsögn sveitarstjórnar um athugasemdir og að auglýsa niðurstöðu sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.
ASK-Dalabyggdar 2020-2032-GRG (ID 176795).pdf
ASK-Dalabyggðar 2020-2032-UMA (ID 212923).pdf
MS-Ask Dalabyggðar - úrvinnsla eftir auglýsingu (ID 304927).pdf
3. 2204013 - Íþróttamannvirki í Búðardal
Á 305. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
"Samkvæmt sérfræðiáliti verður skuldastaða vegna framkvæmda við íþróttamannvirki undir skuldaviðmiðunum sveitarfélaga.
Sveitarstjóra og formanni byggðarráðs falið að ganga frá samningum við Eykt ehf. miðað við tilboð dagsett 22.02.2023 að upphæð 1.199.390.735 kr.-"

Varðandi skipulagsmál þá var eftirfarandi bókað á 135. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar:
"Forhönnun Íþróttamiðstöðvar í Búðardal lögð fyrir ásamt breytingum sem gera þarf á deiliskipulagi íþrótta- og skólasvæðis.
Tekið var fyrir minnisblað Verkís dags. 27. febrúar 2023 vegna málsmeðferðar breytingar á deiliskipulagi Auðarskóla og íþróttamiðstöðvar í Búðardal sem tók gildi 23. júlí 2021. Einnig liggja fyrir drög að tillögu að deiliskipulagsbreytingu vegna íþróttamiðstöðvarinnar dags. 28. febrúar 2023. Samkvæmt því getur deiliskipulagsbreytingin talist óveruleg.

Samþykkt að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulaginu og skal málsmeðferðin vera skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þ.e. að breytingin á deiliskipulaginu telst óveruleg, og skal fara fram grenndarkynning á tillögunni. Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að grenndarkynna breytingartillöguna. Umsjónarmanni framkvæmda er falið að undirbúa tillöguna fyrir grenndarkynningu."

Til máls tóku: Björn Bjarki, Garðar, Skúli.

Tillaga lögð fram til afgreiðslu:

Sveitarstjórn heimilar sveitarstjóra og formanni byggðarráðs að ganga frá samningum við Eykt ehf. miðað við tilboð dagsett 22.02.2023 að upphæð 1.199.390.735 kr.-

Samþykkt samhljóða.

Tillaga lögð fram til afgreiðslu:

Breyting á deiliskipulagi Auðarskóla og íþróttamiðstöðvar í Búðardal.
Tekið var fyrir minnisblað Verkís dags. 27. febrúar 2023 vegna málsmeðferðar breytingar á deiliskipulagi Auðarskóla og íþróttamiðstöðvar í Búðardal sem tók gildi 23. júlí 2021. Einnig liggja fyrir drög að tillögu að deiliskipulagsbreytingu vegna íþróttamiðstöðvarinnar dags. 28. febrúar 2023. Samkvæmt því getur deiliskipulagsbreytingin talist óveruleg.
Samþykkt að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulaginu og skal málsmeðferðin vera skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þ.e. að breytingin á deiliskipulaginu telst óveruleg, og skal fara fram grenndarkynning í tillögunni. Sveitarstjórn tekur undir bókun umhverfis- og skipulagsnefndar og samþykkir að grenndarkynna breytingartillöguna. Umsjónarmanni framkvæmda falið að halda utan um undirbúning og framkvæmd á grenndarkynningu.

Samþykkt samhljóða.
4. 2301003 - Fundargerðir stjórnar Bakkahvamms hses 2023
Framlögð fundargerð frá fundi í stjórn Bakkahvamms hses. Í fundargerðinni er erindi frá stjórn Bakkahvamms hses. til Dalabyggðar vegna tafa og annarra þátta sem tengjast framkvæmdum við raðhús sem er í byggingu.
Til máls tóku: Björn Bjarki, Skúli, Björn Bjarki (annað sinn).


Lagt til að Dalabyggð greiði Dalasmíði ehf. 1.226.280 kr.- í samræmi við erindi í fundargerð Bakkahvamms hses.

Samþykkt samhljóða.
Fundur stjórnar Bakkahvamms 28022023.pdf
5. 2303010 - Opinber fjármál og framkvæmdir
Rætt um áherslur í opinberum fjármálum og framkvæmdum, eftirfarandi bókun lögð fram.
Til máls tók: Eyjólfur.

Lögð fram tillag að bókun:

Verðbólga hefur aukist gríðarlega á undanförnum mánuðum á Íslandi. Vaxtastig hækkar og kostnaðarauki einstaklinga, fyrirtækja og opinberra aðila er gríðarlegur í ljósi þessa. Fjármálaráðherra boðar nú aðhald í ríkisrekstri til að draga úr verðbólgu og má búast við víðtækum áhrifum vegna þessa. Jafnframt kallar seðlabankastjóri eftir þjóðarsátt um málið.
Sveitarstjórn Dalabyggðar lýsir skilningi á þessum viðbrögðum en vill á sama tíma vara við því að boðað aðhald komi niður á opinberum framkvæmdum og verkefnum á köldum svæðum eins og Dalabyggð. Nú þarf að forgangsraða í þágu velsældar og byggðasjónarmiða og víða eru grunnstoðir eins og vegir, afhendingaröryggi rafmagns, fjarskiptasamband svo nokkrir grunninnviðir séu nefndir þannig úr garði gerðar að ekki má frysta áform og áætlanir þegar kemur að viðhaldi/endurbótum á grunni opinberra fjármuna.

Einnig vill sveitarstjórn Dalabyggðar beina því til fjármálaráðherra og ríkisstjórnar Íslands að aðgerðir í tollamálum megi ekki draga úr samkeppnishæfni innlends landbúnaðar. Í samtölum við þá þingmenn og ráðherra sem til okkar í Dalabyggð komu í nýliðinni kjördæmaviku þá beindum við þeirri spurningu til þeirra hvort það eigi að framleiða matvæli á Íslandi. Svörin voru öll á einn veg en sú afstaða þarf og verður að sjást í verki hjá þeim sem ábyrgð bera í málaflokkum þeim sem um ræðir og stýra rekstrarumhverfinu, þ.m.t. tollamálum. Frekari tilslakanir í tollum á matvörum munu til lengri tíma skaða samkeppnishæfni innlends landbúnaðar en viðhalda neyslu og verðbólgu með óhagstæðum viðskiptajöfnuði við útlönd.

Samþykkt samhljóða.

6. 2303004 - Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga
Framlagt bréf til Dalabyggðar frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga.
Til máls tók: Björn Bjarki.
Dalabyggð.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
7. 2302005F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 135
Samþykkt samhljóða.
7.1. 2204013 - Bygging íþróttamannvirkja í Búðardal
Forhönnun Íþróttamiðstöðvar í Búðardal lögð fyrir ásamt breytingum sem gera þarf á deiliskipulagi íþrótta- og skólasvæðis.
Tekið var fyrir minnisblað Verkís dags. 27. febrúar 2023 vegna málsmeðferðar breytingar á deiliskipulagi Auðarskóla og íþróttamiðstöðvar í Búðardal sem tók gildi 23. júlí 2021. Einnig liggja fyrir drög að tillögu að deiliskipulagsbreytingu vegna íþróttamiðstöðvarinnar dags. 28. febrúar 2023. Samkvæmt því getur deiliskipulagsbreytingin talist óveruleg.

Samþykkt að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulaginu og skal málsmeðferðin vera skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þ.e. að breytingin á deiliskipulaginu telst óveruleg, og skal fara fram grenndarkynning á tillögunni. Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að grenndarkynna breytingartillöguna. Umsjónarmanni framkvæmda er falið að undirbúa tillöguna fyrir grenndarkynningu.
7.2. 2002053 - Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar
Farið yfir fyrirliggjandi tillögu að Aðalskipulagi Dalabyggðar.
Nefndin fór yfir tillögu að aðalskipulagi og samþykkti með áorðnum breytingum.
7.3. 2205021 - Miðbraut 15 Auglýsingaskilti á lóð
Lögð fram umsögn Vegagerðarinnar vegna skiltis að Miðbraut 15.
Nefndin sér sér ekki fært að verða við erindinu að svo stöddu vegna umsagnar Vegagerðarinnar og felur byggingafulltrúa að afla frekari upplýsinga.
7.4. 2101044 - Loftslagsstefna Dalabyggðar
Kallað er eftir athugasemdum nefndarinnar við Umhverfis- og loftslagsstefnu Dalabyggðar
Nefndin gerir ekki athugasemdir við gildandi loftslagsstefnu.
7.5. 2301062 - Umsókn um byggingarleyfi - Hlaða
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi.
Nefndin samþykkir erindið og felur byggingafulltrúa að vinna málið áfram.
7.6. 2301060 - Umsókn um byggingarleyfi - Hesthús
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi.
Nefndin samþykkir erindið og felur byggingafulltrúa að vinna málið áfram.
7.7. 2301061 - Umsókn um byggingarleyfi - Hjallur
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi.
Nefndin samþykkir erindið og felur byggingafulltrúa að vinna málið áfram.
7.8. 2301059 - Umsókn um byggingarleyfi - Gamli Skóli
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi.
Nefndin samþykkir erindið og felur byggingafulltrúa að vinna málið áfram.
7.9. 2211039 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna bílastæða, endurbætur á heimreið og göngustígum
Lagðar fram umsagnir varðandi framkvæmdaleyfi vegna bílastæða við Ólafsdal.
Nefndin þakkar veittar umsagnir og veitir fyrir sitt leyti leyfi til framkvæmda. Nefndin felur byggingafulltrúa að fylgja málinu eftir með vísan í umsagnir.
7.10. 2212010 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi.
Nefndin samþykkir erindið og felur byggingafulltrúa að vinna málið áfram.
7.11. 2303002 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi.
Nefndin samþykkir erindið og felur byggingafulltrúa að vinna málið áfram.
7.12. 2303003 - Umsokn um stofnun 3 lóða
Lögð fram umsókn um stofnun þriggja lóða.
Nefndin samþykkir erindið og felur byggingafulltrúa að vinna málið áfram. Nefndin vekur athygli á því að nauðsynlegt er að vinna deiliskipulag áður en framkvæmdir geta hafist á lóðunum.
7.13. 2302015 - Götuskreyting
Lagt fram til kynningar, hugmynd um umhverfislistarverk
Nefndin lýsir ánægju með hugmyndina og felur skipulagssviði að vinna málið áfram.
7.14. 2302017 - Smáhúsabyggð
Lagt fram til kynningar hugarflug um Efstahvamm
Nefndin þakkar kynninguna.
7.15. 2302018 - Jarðhýsi á Eiríksstöðum
Lagt fram til kynningar hugmyndir um jarðhýsi á Eiríksstöðum
Nefndin þakkar kynninguna.
7.16. 1702012 - Starfsmannamál á skipulagssviði
Farið yfir stöðu mála varðandi starfsmannamál á skipulagssviði
Sveitarstjóri kynnti stöðu mála.
7.17. 2111026 - Sorphirða í Dölum 2022
Lögð fram til kynningar skilagrein ÍGF fyrir árið 2022
Nefndin þakkar fyrir skýrsluna.
8. 2302002F - Byggðarráð Dalabyggðar - 304
Samþykkt samhljóða.
8.1. 2204013 - Byggingarnefnd íþróttamannvirkja í Búðardal fundargerðir 2022
Framlagt tilboð og fylgigögn frá Eykt ehf vegna uppbyggingar íþróttamannvirkja í Búðardal.
Byggðarráð samþykkir að ganga til viðræðna við Eykt ehf. á grunni þess tilboðs sem fram er komið frá fyrirtækinu og felur sveitarstjóra ásamt formanni byggðarráðs að halda utan um samskipti við fyrirtækið.

Jafnframt felur byggðarráð sveitarstjóra að framkvæma verðkönnun meðal bankastofnana um brúar- og framkvæmdafjármögnun.

Einnig er sveitarstjóra falið að gera verðkönnun meðal þriggja aðila varðandi eftirlit með framkvæmdinni af hálfu Dalabyggðar.
8.2. 2212009 - Afskriftarbeiðni
Lagt til að veitt verði heimild til að lækka áætlaða niðurfærslu vegna annarra skammtímakrafna/þjónustutekna um 1,1 millj.kr. Verði 4,2 millj.kr. í stað 5,3 millj.kr.
9. 2301006F - Byggðarráð Dalabyggðar - 305
Samþykkt samhljóða.
9.1. 2209011 - Samningur um hreinsun vettvangs
Framlögð drög að samningi á milli Vegagerðarinnar og Slökkviliðs Dalabyggðar um hreinsun vettvangs á og við vegi í kjölfar umferðaróhappa eða annarra atvika sem krefjast upphreinsunar.
Samningur tekur til hreinsunar á vegsvæði í kjölfar umferðaróhappa og -slysa þegar slökkvilið er kallað til, og ekki er um að ræða mengunaróhapp eins og það er skilgreint í 3. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000.
Greiðslur verði í samræmi við gjaldskrá Slökkviliðs Dalabyggðar.

Lagt til að framlagður samningur verði samþykktur.

Samþykkt samhljóða.
9.2. 2302001 - Skilti og merkingar í Dalabyggð 2023
Minnisblöð varðandi skilti við aðkomu að Búðardal og staðarvísa lögð fram.
Lagt er til að skipaður verði starfshópur sem útbúi auglýsingu þar sem kallað er eftir hönnun á verki sem býður fólk velkomið í Búðardal.
Sveitarstjóra falið að útbúa erindisbréf í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

Lagt til að útfæra kostnaðargreiningu vegna staðarvísa á lögbýli/heimili í dreifbýli innan Dalabyggðar.
Sveitarstjóra falið að vinna áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.
9.3. 2302004 - Vinnuhópur um úttekt á samstarfsmöguleikum slökkviliða á Vesturlandi
Framlagt erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi varðandi málefni slökkviliða.
Stjórn SSV mun skipa fimm fulltrúa í vinnuhóp um úttekt á samstarfsmöguleikum slökkviliða á Vesturlandi. Einn fulltrúi verði tilnefndur af Dalabyggð.
Lagt til að fulltrúi Dalabyggðar verði Skúli Hreinn Guðbjörnsson.

Samþykkt samhljóða.
9.4. 2302009 - Safnamál Dalabyggðar 2023
Rætt um stöðu safnamála í Dalabyggð.
Byggðarráð Dalabyggðar skipar þrjá fulltrúa í vinnuhóp til að halda utan um vinnu til að finna byggðasafni/listasafni nýja aðstöðu, m.t.t. varðveislu og miðlunar, í samræmi við framlagt erindisbréf.
Fulltrúar í vinnuhóp verði: Þorgrímur Einar Guðbjartsson, Ingveldur Guðmundsdóttir og Jón Egill Jóhannsson.

Samþykkt samhljóða.
9.5. 2204013 - Íþróttamannvirki í Búðardal
Rætt um stöðu mála á viðræðum við Eykt ehf.
Samkvæmt sérfræðiáliti verður skuldastaða vegna framkvæmda við íþróttamannvirki undir skuldaviðmiðunum sveitarfélaga.
Sveitarstjóra og formanni byggðarráðs falið að ganga frá samningum við Eykt ehf. miðað við tilboð dagsett 22.02.2023 að upphæð 1.199.390.735 kr.-

Samþykkt samhljóða.
9.6. 1702012 - Starfsmannamál og skipulag á skipulags- og byggingarsviði
Rætt um stöðu mála varðandi starfsemi skipulags- og byggingarsviðs og samstarf við nágrannasveitarfélög.
Lagt til að gengið verði til samninga við VSÓ ráðgjöf við að móta starfsumhverfi skipulags- og byggingafulltrúa út frá því að ein umhverfis-, bygginga og skipulagsnefnd taki yfir verkefnin á starfssvæðinu og jafnframt að fyrirtækið sinni á verktímanum, í 3 til 5 mánuði, embætti skipulagsfulltrúa Dala, Reykhóla og Stranda.

Samþykkt samhljóða.
9.7. 2302010 - Rekstrarsamningar 2023
Rætt um gildandi rekstrarsamninga sem Dalabyggð er aðili að og einstaka þætti þeirra.
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.
9.8. 2209012 - Laugar í Sælingsdal - samskipti
Rætt um einstaka þætti varðandi tæki, búnað og öryggisþætti m.t.t.hvað sé kaupleigutaka og hvað Dalabyggðar/Dalagistingar hvað úrbætur og/eða lagfæringar varðar.
Lagt til að leiga fyrir fyrsta mánuð ársins verði felldur niður vegna galla á háfi í eldhúsi sem Dalabyggð/Dalagisting mun taka á sig. Dalabyggð/Dalagisting munu einnig greiða reikning fyrir rafmagnsviðgerð í lok árs 2022.
Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við ofangreint og umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.
9.9. 2302013 - Ársreikningur Dalabyggðar 2022
Rætt um stöðu mála á vinnu við gerð ársreiknings fyrir árið 2022.
Byggðarráð er upplýst um stöðuna.
Stefnt er að fyrri umræðu um ársreikning á fundi sveitarstjórnar 9. mars n.k.

Samþykkt samhljóða.
9.10. 2101043 - Lóðarleigusamningar í Dalabyggð - uppfærðir
Lagður fram lóðaleigusamningur fyrir Ægisbraut 5.
Samþykkt samhljóða.
9.11. 2302012 - Matvælastefna landbúnaðarmál
Nú eru í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar annars vegar drög að landbúnaðarstefnu og hins vegar matvælastefnu.
Lögð fram drög að umsögnum við matvælastefnu og landbúnaðarstefnu.
Sveitarstjóra falið að undirrita og senda inn umsagnir Dalabyggðar.

Samþykkt samhljóða.
10. 2212004F - Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 35
Til máls tók: Garðar um fundargerðina í heild.

Samþykkt samhljóða.
10.1. 2302008 - Gestastofa í Dalabyggð
Margrét Björk Björnsdóttir, fagstjóri Markaðs- og áfangastaðastofu Vesturlands kemur á fund nefndarinnar og fer yfir starf MV/ÁSV ásamt því að fara yfir verklag við uppbyggingu gestastofa.
Margrét fór yfir starf Markaðs- og áfangastaðastofu Vesturlands ásamt því að fara yfir verklag og tímalínu við uppbyggingu gestastofu í Breiðabliki í Eyja- og Miklaholtshrepp.
Komið er að því að vinna nýja áfangastaðaáætlun í haust sem tekur gildi 2024.

Nefndin þakkar Margréti fyrir kynninguna og samtalið.
10.2. 2302014 - Atvinnurekstur í Dalabyggð 2023
Vilhjálmur Hörður Guðlaugsson kemur sem gestur á fund nefndarinnar fyrir hönd KM þjónustunnar.
KM þjónustan er fjölskyldurekið fyrirtæki sem býður upp á fjölbreytta þjónustu. Ein af nýjungum þeirra í þjónustu eru bílaþrif og þá hefur fyrirtækið einnig tekið inn fleiri verkfæri og vörur til sölu nýlega.

Nefndin þakkar Vilhjálmi fyrir komuna og samtalið.
10.3. 2210026 - Uppbygging innviða
Skipun í starfshóp vegna uppbyggingar atvinnuhúsnæðis í Búðardal.
Frá 34. fundi atvinnumálanefndar 23.02.2023:
5. 2210026 - Uppbygging innviða
Frá 230. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar:
2. 2210026 - Uppbygging innviða
Til máls tóku: Garðar, Skúli.
Tillaga lögð fram til afgreiðslu:
Með vísan í umræðu á íbúaþingi vorið 2022 þá leggur sveitarstjórn Dalabyggðar til við atvinnumálanefnd sveitarfélagsins að hún hlutist til um að stofnaður verði starfshópur til þess að halda utan um undirbúning á byggingu Iðngarða í Búðardal.
Mikil þörf er til staðar fyrir einyrkja og minni fyrirtæki á svæðinu fyrir bættan húsakost. Ekki hefur verið byggt iðnaðarhúsnæði í Búðardal síðan upp úr árinu 1980, fyrir utan endurbætur og viðbætur við húsnæði MS, og mikilvægt að hugað verði að þessu aðkallandi verkefni af fullri alvöru til eflingar atvinnulífs í Dalabyggð.
Í því ljósi að Dalabyggð er þátttakandi í verkefninu Brothættar byggðir má skoða í því samhengi hvort sækja mætti í opinbera sjóði verkefninu til stuðnings.
Samþykkt samhljóða.
Atvinnumálanefnd leggur til að haldinn verði opinn kynningarfundur á Iðngörðum í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar fyrri hluta febrúar.
Verkefnastjóra falið að vinna áfram að málinu.

-----

Haldinn var opinn fundur 13. febrúar sl. um uppbyggingu atvinnuhúsnæðis í Búðardal sem var vel sóttur. Í framhaldi af fundinum var kallað eftir áhugasömum aðilum í starfshóp um uppbygginguna.

Starfshópurinn mun hafa það verkefni að eiga samtal við áhugasama byggingaraðila/kaupendur að atvinnuhúsnæði, framkvæma þarfagreiningu út frá samtölum og taka saman gögn um framkvæmdarsvæðið og mögulegar útfærslur framkvæmda/byggingar. Hópurinn starfar undir atvinnumálanefnd.

Alls bárust erindi frá 8 áhugasömum aðilum til að taka sæti í starfshópi um uppbyggingu atvinnuhúsnæðis í Búðardal. Nefndin þakkar fyrir sýndan áhuga.
Lagt til að starfshópurinn verði skipaður af eftirtöldum aðilum: Bjarnheiður Jóhannsdóttir sem fulltrúi atvinnumálanefndar, Sigmundur Hagalín Sigmundsson og Sigurður Ólafsson.
10.4. 2301054 - Upplýsingar um atvinnuleysi 2023
Atvinnuleysistölur fyrir janúar 2023.
Fjöldi atvinnulausra í lok mánaðar í Dalabyggð var 1.
Lagt fram til kynningar.
11. 2212009F - Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 30
Samþykkt samhljóða.
11.1. 2301035 - Ársyfirlit 2022 - Héraðsbókasafn
Farið yfir rekstur og stöðu Héraðsbókasafns Dalasýslu
Nefndin þakkar bókaverði fyrir greinagóða skýrslu.
11.2. 2209004 - Jörvagleði 2023
Komnir eru viðburðir að kvöldi til miðvikudaginn 19. apríl, fimmtudaginn 20. apríl (Sumardaginn fyrsta), föstudaginn 21. apríl og laugardaginn 22. apríl.
Unnið er að því að fá staðfestingar á viðburðum sem verða að deginum til þessa daga, að sunnudeginum 23. apríl meðtöldum.
12. 2211008F - Félagsmálanefnd Dalabyggðar - 65
Til máls tók: Eyjólfur um fundargerðina í heild.

Samþykkt samhljóða.
12.1. 2302006 - Félagslegar íbúðir
Rætt um félagslegar íbúðir í eigu Dalabyggðar.
Félagsmálnefnd leggur til að Sunnubraut 1 verði seld í því ásigkomulagi sem íbúðin er í núna.

Að höfðu samráði við endurskoðendur Dalabyggðar leggur félagsmálanefnd til að Stekkjarhvammur 5 og Stekkjarhvammur 7 verði færðar úr félagslega kerfinu yfir í almennt eignasafn Dalabyggðar og Gunnarsbraut 11 a og Gunnarsbraut 11b verði færðar undan rekstri Silfurtúns og yfir í félagslega kerfið.
12.2. 2206033 - Jafnréttisáætlun
Framlögð til umræðu uppfærð drög að jafnréttisáætlun Dalabyggðar.
Félagsmálanefnd samþykkir að vinna drögin áfram fram að næsta fundi í samræmi við umræður á fundinum og ábendingar annarra nefnda. Aðal- og varamenn í félagsmálanefnd fái aðgang að vinnunni núna næstu vikur.
12.3. 2211015 - Samstarf um félagsþjónustu
Rætt um stöðu mála á samtali við félagsþjónustu Stranda og Reykhóla.
Sveitarstjóri fór yfir stöðu viðræðna við nágrannasveitarfélög varðandi samstarf í málaflokknum.
12.4. 2211014 - Samningur við Samskiptamiðstöðina
Rætt um stöðu barnaverndarmála í Dalabyggð og möguleg vistunarúrræði.
Staða mála rædd.
12.5. 2301064 - Reglur um skólavist fósturbarna í Auðarskóla
Framlagðar til kynningar staðfestar verklagsreglur um skólavist fósturbarna í leik- og grunnskóla.
Félagsmálanefnd fagnar því að komið sé á formlegt verklag.
13. 2302003F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 67
Samþykkt samhljóða.
13.1. 2301013 - Rekstur Silfurtúns 2023
Rætt um rekstur Silfurtúns.
Daglegur rekstur er þungur sem fyrr og er unnið að því að vinna bug á þeim vanda.

Mikilvægt er að huga að endurbótum á húsnæði og gera heilstaða áætlun um endurbætur og forgangsraða verkefnum. Samþykkt að útbúa kostnaðarmat á helstu þáttum sem fara þarf í endurbætur á og senda umsókn í Framkvæmdasjóð aldraðra byggða á því mati.

Formaður sagði frá þvi að nú eru heimsóknarvinir frá Rauða Krossinum farnir að mæta í Silfurtún. Stjórn lýsir yfir ánægju með þetta lofsverða framtak Rauða Kross deildarinnar í Dalabyggð.
13.2. 2206033 - Jafnréttisáætlun
Framlögð drög að uppfærðri jafnréttisáætlun Dalabyggðar.
Stjórn Silfurtúns gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi drög.
13.3. 2301032 - Fótaaðgerðarfræðingur
Rætt um aðstöðu fótaaðgerðarfræðings á Silfurtúni.
Stjórn Silfurtúns samþykkir að auglýsa lausa aðstöðu fyrir fót- og/eða hársnyrtingu til leigu með þeim skilyrðum að viðkomandi sjái um allan búnað til rekstursins sem þarf. Sveitarstjóra falið að útbúa auglýsingu og koma á framfæri á heimasíðu Dalabyggðar.
14. 2301005F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 118
Til máls tók: Ingibjörg um dagskrárlið 2, 5 og 7.

Samþykkt samhljóða.
14.1. 2301030 - Skólastefna 2023 -
Kynnt staða mála við gerð skólastefnu Dalabyggðar.
Beðið er eftir niðurstöðum úr Skólapúlsi þar sem nemendur og foreldrar tóku þátt. Næstu skref verða stigin í kjölfar þess að þær niðurstöður liggja fyrir.
14.2. 2010009 - Kannanir - framhaldsskóladeild og námsaðstaða
Rætt um framhaldsnám fyrir ungmenni í Dalabyggð.
Kynnt útkoma úr könnunum sem voru lagðar fram fyrir stuttu fyrir nemendur og foreldra.
Samþykkt að óska eftir fundi með skólameistara Menntaskóla Borgarfjarðar til að ræða mögulegar útfærslur á samstarfi á milli Dalabyggðar og Menntaskóla Borgarfjarðar.
14.3. 2210027 - Skólastarf Auðarskóli 2022-2023
Rætt um skólastarf í Auðarskóla, framlagt minnisblað frá skólastjóra.
Skólastjóri kynnti stöðu mála í skólastarfinu.

Rætt um skíðaferð nemenda á mið- og elsta stigi grunnskólans. Búið er að fresta ferð sem vera átti á næstu dögum vegna veðurs og er nú stefnt að því að fara 20. til 22. mars n.k., vonandi verða veðurguðir hagstæðir. Auðarskóli tekur á sig kostnað vegna ferðarinnar sem boðið verður upp á í þetta sinn og verður fjárveiting tekin af liðnum kynningarstarfsemi.
Fræðslunefnd leggur áherslu á að þetta verði að árlegum viðburði og frá og með skólaárinu 2023-2024 verði heildarkostnaði skipt til helminga á milli skóla og nemenda.

Skólastjóri sagði frá þróunarsjóði sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi námsgögn.
14.4. 2301058 - Skóladagatal leikskóladeildar Auðarskóla
Framlögð fyrstu drög að skóladagatali leikskóladeildar 2023-2024.
Farið yfir drög/tillögu að leikskóladagatali fyrir skólaárið 2023-2024. Það er í fullu samræmi við drög að skóladagatali grunnskólans sama tímabil hvað varðar lykiltímasetningar. Leikskólinn mun opna eftir sumarfrí n.k. sumar þann 8. ágúst 2023. Rætt um hvað sé hentugt varðandi tímasetningu á opnun eftir sumarfrí 2024.
Skólastjóra falið að ræða fyrirliggjandi tillögu við starfsmenn og í kjölfar að staðfesta skóladagatalið og kynna.
14.5. 2208010 - Tómstundir
Sumarstarf og leikjanámskeið sumar 2023.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi sagði frá þeim samskiptum sem hafa átt sér stað með félagasamtökum í Dalabyggð varðandi undirbúning sumstarfs n.k. sumar. Horft er til þess að um verði að ræða starf í 4 vikur í júní. Næsti fundur fyrirhugaður þann 15. mars n.k.
14.6. 1509018 - Félagsmiðstöðin Hreysið
Rætt um eftirfarandi varðandi Félagsmiðstöðina Hreysið.

a)Rætt um tillögu að uppfærðum reglum fyrir félagsmiðstöð ungmenna.

b)Rætt um þörf á að verklagsreglum varðandi stuðning á viðburðum á vegum félagsmiðstöðvar.

c)Viðbótarstarf í félagsmiðstöð
Varðandi lið a, uppfærðar reglur, þá er samþykkt að fresta afgreiðslu þeirra þar til nemendum hefur verið gefinn kostur á að kjósa um nafn á félagsmiðstöðina.

Varðandi lið b, verklagsreglur varðandi stuðning á viðburðum, þá kynnti íþrótta- og tómstundafulltrúi hvers hann hefði orðið áskynja um hjá öðrum sveitarfélögum hvað þennan þátt varðar. Niðurstaðan er að þeir nemendur sem fá stuðning innan skóla fái stuðning einnig á viðburðum á vegum félagsmiðstöðva en ekki eru til skráðar reglur um þennan þátt innan félagsmiðstöðvanna sem slíkra. Íþrótta- og tómstundafulltrúi falið að skoða málið frekar m.t.t. reglugerða, trygginga og mögulegrar aðkomu foreldra.

Varðandi lið c, viðbótarstarf í félagsmiðstöð. Heimild er fyrir því að auglýsa eftir starfsmanni í 20% starf í félagsmiðstöð og fer hún í loftið innan skamms.

Rætt var almennt um þátttöku/mætingu í félagsmiðstöð. Íþrótta- og tómstundafulltrúi mun skila inn gögnum hvað mætingu í félagsmiðstöð varðar á næsta fundi fræðslunefndar.
14.7. 2211009 - Ungmennaráð 2022-2023
Rætt um tímasetningu og framkvæmd fundar ungmennaráðs.
Íþrótta- og tómstundsfulltrúi hefur náð tali af fulltrúum í ungmennaráði og er fyrirhugaður fyrsti fundur með þeim þann 8. mars n.k. Þar verður farið yfir hlutverk ráðsins og erindisbréf kynnt. Í framhaldinu verður boðað til fundar ungmennaráðs með sveitarstjórn.
Fundargerðir til kynningar
15. 2301007 - Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2023
Framlögð fundargerð frá 211.fundi Breiðarfjarðarnefndar.
Lagt fram til kynningar.
Fundur-211.pdf
16. 2301003 - Fundargerðir stjórnar Bakkahvamms hses 2023
Framlögð fundargerð frá fundi stjórnar Bakkahvamms hses.
Lagt fram til kynningar.
Fundur stjórnar Bakkahvamms 21022023.pdf
17. 2303007 - Brunavarnir Dala, Reykhóla og Stranda bs.
Framlögð fundargerð frá fundi stjórnar byggðarsamlags Dala, Reykhóla og Stranda um brunavarnir.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð 2.3.2023.pdf
18. 2301002 - Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2023
Framlagðar fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 919.pdf
Mál til kynningar
19. 2302016 - Aðalfundarboð SSV
Framlagt fundarboð á aðalfund Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.
Lagt fram til kynningar.
Aðalfundarboð 2023.pdf
20. 2302011 - Bókun stjórnar orkusveitarfélaga
Framlögð til kynningar bókun frá stjórn Samtaka orkusveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
Bókun stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga .pdf
21. 2303001 - Aðalfundur Veiðifélags Laxár í Hvammssveit 2023
Framlagt fundarboð á aðalfund Veiðifélags Laxár í Hvammssveit til kynningar.
Garðar Freyr Vilhjálmsson er fulltrúi Dalabyggðar á fundinum og Ingibjörg Þóranna Steinudóttir varamaður hans skv. kjöri á 221. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar

Lagt fram til kynningar.
Veiðifélag-fundarboð. Mars 2023..pdf
22. 2301010 - Fundir Sorpurðunar Vesturlands ehf 2023
Lagt fram fundarboð aðalfundar Sorpurðunar Vesturlands sem fer fram 22. mars n.k.
Lagt fram til kynningar.
Fundarboð aðalfundar SV 22.mars 2023.pdf
23. 2303009 - Mál frá Alþingi til umsagnar 2023
Umsagnarbeðni nr. 11994 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis vegna umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir nr. 80/2020 (samfélagsvegir), 485. mál á þingskjali 575.
Framlögð umsögn Dalabyggðar við málið.

Lagt fram til kynningar.
Umsogn_samfelagsvegir_Dalabyggd_undirr.pdf
24. 2301020 - Skýrsla frá sveitarstjóra 2023-
Til máls tók: Björn Bjarki.

Lagt fram til kynningar.
Skýrsla sveitarstjóra á fundi 232.pdf
Fundargerð yfirfarin, prentuð og undirrituð til staðfestingar.

Næsti reglulegi fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður fimmtudaginn 13. apríl 2023.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei