Átak í söfnun skjala íþróttafélaga

DalabyggðFréttir

Átak Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Félag héraðsskjalavarða á Íslandi í söfnun skjala íþróttafélaga hófst formlega miðvikudaginn 18. apríl. Er það gert í tilefni af 100 ára afmæli ÍSÍ og þann dag voru 100 dagar í að Ólympíuleikarnir í London hefjist. Stefnt er að því að átakinu ljúki í janúar 2013 um leið og afmælisári ÍSÍ lýkur. Verður þá tekið …

Firmakeppni Hestaeigendafélagsins

DalabyggðFréttir

Firmakeppni Hestaeigendafélags Búðardals verður haldin sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 19. apríl á keppnisvellinum í Búðardal. Dagskráin hefst kl. 13 með hópreið frá hesthúsahverfinu og niður á keppnisvöllinn. Keppt verður í flokki polla (teymt undir), barna (13 ára og yngri), unglinga (14-21 árs), kvenna og karla. Tekið verður við skráningum á staðnum. Að keppni lokinni verða grillaðar pylsur í eða hjá reiðhöllinni.

Skrifstofa Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Skrifstofa Dalabyggðar verður lokuð föstudaginn 20. apríl frá kl. 12 vegna sumarfría. Sveitarstjóri

Þorrakórinn 50 ára

DalabyggðFréttir

Þorrakórinn er 50 ára. Af því tilefni verður söngskemmtun í félagsheimilinu að Staðarfelli, föstudagskvöldið 20. apríl kl 20:30. Þorrakórinn var stofnaður fyrir þorrablóti að Staðarfelli 4. febrúar 1962. Hefur hann sungið á öllum blótum þar síðan og mun víðar. Í kórnum eru á nú bilinu 20-30 manns, að þessu sinni allt Dalamenn. En allir eru velkomnir í kórinn hvar sem …

Forvarnarfundur

DalabyggðFréttir

Ásgrímur Jörundsson frá SÁÁ verður með fyrirlestur um forvarnir í Auðarskóla miðvikudaginn 18. apríl kl. 20, í boði foreldrafélags Auðarskóla. Ásgrímur kemur mun segja frá starfsemi SÁÁ, hvernig foreldrar geta áttað sig á breyttri hegðun barna og unglinga og annað það sem kemur upp á fundinum. Fyrr um daginn verður hann með fyrirlestur í Auðarskóla fyrir nemendur 7.-10. bekkja. Foreldrar …

Kaffihúsakvöld Skruggu

DalabyggðFréttir

Leikfélagið Skrugga á Reykhólum verður með kaffihúsakvöld í íþróttahúsinu miðvikudaginn 18. apríl. Húsið opnar kl. 20:30 og skemmtunin hefst kl. 21. Fjórir leikþættir eru í boði og í hléi kaffi og meðlæti. Leikþættirnir eru Í bíltúr og Á heimilinu eftir Maríu Guðmundsdóttur, Hjónabandsmiðlunin eftir óþekktan höfund og Amma í stuði með Guði eftir Sólveigu Sigríði Magnúsdóttur. Miðaverð er 2.000 kr, …

Lára Rúnars og Myrra Rós

DalabyggðFréttir

Lára Rúnars og Myrra Rós verða með tónleika í Leifsbúð miðvikudaginn 18. apríl, síðasta vetrardag, kl. 21.00. Miðaverðið er 1.500 kr. við innganginn. Allir velkomnir.

Glímt á Ísafirði

DalabyggðFréttir

Mikil glímuhelgi var á Ísafirði 14.-15. apríl. Íslandsglíman, grunnskólamótið ásamt sveitaglímu. Glímufélag Dalamanna fór með 10 keppendur, 9 tóku þátt í grunnskólamótinu, ein stúlka tók þátt í Íslandsglímunni og 7 úr hópi grunnskólabarnanna tóku þátt í sveitaglímunni. Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir keppti um Freyjumenið í Íslandsglímunni og hampaði 2. sæti. Einnig var góður árangur á grunnskólamótinu og komið heim með einn …

Rúlluplast

DalabyggðFréttir

Dagana 16.-18. apríl eru söfnunardagar á rúlluplasti í Dalabyggð. Plastið skal haft á aðgengilegum stað fyrir sorpverktaka. Frágangur á plastinu hjá bændum getur verið í stórsekk (t.d. undan áburði) eða pressað og bundið saman þannig að gott sé að koma því á bíl (litla bagga) eða í þar til gerðum gámum eða á annan snyrtilegan hátt. Baggabönd og netskal setja …

Bókasafnið lokað í dag

DalabyggðFréttir

Vegna veikinda verður Héraðsbókasafn Dalasýslu lokað í dag, þriðjudaginn 10. apríl vegna veikinda. Næst opið á fimmtudag kl. 13-16.