Átak Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Félag héraðsskjalavarða á Íslandi í söfnun skjala íþróttafélaga hófst formlega miðvikudaginn 18. apríl. Er það gert í tilefni af 100 ára afmæli ÍSÍ og þann dag voru 100 dagar í að Ólympíuleikarnir í London hefjist. Stefnt er að því að átakinu ljúki í janúar 2013 um leið og afmælisári ÍSÍ lýkur. Verður þá tekið …
Firmakeppni Hestaeigendafélagsins
Firmakeppni Hestaeigendafélags Búðardals verður haldin sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 19. apríl á keppnisvellinum í Búðardal. Dagskráin hefst kl. 13 með hópreið frá hesthúsahverfinu og niður á keppnisvöllinn. Keppt verður í flokki polla (teymt undir), barna (13 ára og yngri), unglinga (14-21 árs), kvenna og karla. Tekið verður við skráningum á staðnum. Að keppni lokinni verða grillaðar pylsur í eða hjá reiðhöllinni.
Skrifstofa Dalabyggðar
Skrifstofa Dalabyggðar verður lokuð föstudaginn 20. apríl frá kl. 12 vegna sumarfría. Sveitarstjóri
Þorrakórinn 50 ára
Þorrakórinn er 50 ára. Af því tilefni verður söngskemmtun í félagsheimilinu að Staðarfelli, föstudagskvöldið 20. apríl kl 20:30. Þorrakórinn var stofnaður fyrir þorrablóti að Staðarfelli 4. febrúar 1962. Hefur hann sungið á öllum blótum þar síðan og mun víðar. Í kórnum eru á nú bilinu 20-30 manns, að þessu sinni allt Dalamenn. En allir eru velkomnir í kórinn hvar sem …
Forvarnarfundur
Ásgrímur Jörundsson frá SÁÁ verður með fyrirlestur um forvarnir í Auðarskóla miðvikudaginn 18. apríl kl. 20, í boði foreldrafélags Auðarskóla. Ásgrímur kemur mun segja frá starfsemi SÁÁ, hvernig foreldrar geta áttað sig á breyttri hegðun barna og unglinga og annað það sem kemur upp á fundinum. Fyrr um daginn verður hann með fyrirlestur í Auðarskóla fyrir nemendur 7.-10. bekkja. Foreldrar …
Kaffihúsakvöld Skruggu
Leikfélagið Skrugga á Reykhólum verður með kaffihúsakvöld í íþróttahúsinu miðvikudaginn 18. apríl. Húsið opnar kl. 20:30 og skemmtunin hefst kl. 21. Fjórir leikþættir eru í boði og í hléi kaffi og meðlæti. Leikþættirnir eru Í bíltúr og Á heimilinu eftir Maríu Guðmundsdóttur, Hjónabandsmiðlunin eftir óþekktan höfund og Amma í stuði með Guði eftir Sólveigu Sigríði Magnúsdóttur. Miðaverð er 2.000 kr, …
Lára Rúnars og Myrra Rós
Lára Rúnars og Myrra Rós verða með tónleika í Leifsbúð miðvikudaginn 18. apríl, síðasta vetrardag, kl. 21.00. Miðaverðið er 1.500 kr. við innganginn. Allir velkomnir.
Glímt á Ísafirði
Mikil glímuhelgi var á Ísafirði 14.-15. apríl. Íslandsglíman, grunnskólamótið ásamt sveitaglímu. Glímufélag Dalamanna fór með 10 keppendur, 9 tóku þátt í grunnskólamótinu, ein stúlka tók þátt í Íslandsglímunni og 7 úr hópi grunnskólabarnanna tóku þátt í sveitaglímunni. Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir keppti um Freyjumenið í Íslandsglímunni og hampaði 2. sæti. Einnig var góður árangur á grunnskólamótinu og komið heim með einn …
Rúlluplast
Dagana 16.-18. apríl eru söfnunardagar á rúlluplasti í Dalabyggð. Plastið skal haft á aðgengilegum stað fyrir sorpverktaka. Frágangur á plastinu hjá bændum getur verið í stórsekk (t.d. undan áburði) eða pressað og bundið saman þannig að gott sé að koma því á bíl (litla bagga) eða í þar til gerðum gámum eða á annan snyrtilegan hátt. Baggabönd og netskal setja …
Bókasafnið lokað í dag
Vegna veikinda verður Héraðsbókasafn Dalasýslu lokað í dag, þriðjudaginn 10. apríl vegna veikinda. Næst opið á fimmtudag kl. 13-16.