Framboðsfundur

DalabyggðFréttir

Framboðsfundur vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí verður haldinn fimmtudaginn 17. maí kl. 20 í Dalabúð. Húsið opnar kl. 19:45. Þeir sem hafa áhuga á að vera kosnir í sveitarstjórn Dalabyggðar og vilja taka þátt í fundinum skulu tilkynna þátttöku sína á skrifstofu Dalabyggðar í síma 430 4700 eða á netfangið dalir@dalir.is. Hljóðupptaka af fundinum

Skyndihjálparnámskeið

DalabyggðFréttir

Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi heldur skyndihjálparnámskeið laugardaginn 2. júní kl. 9-16 í Auðarskóla. Leiðbeinandi er Árný Helgadóttir. Það getur skipt sköpum að kunna skyndihjálp þegar á reynir og jafnvel bjargað einstaklingi í neyð. Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi Auglýsing PDF

Þörf fyrir íbúðarhúsnæði í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Sveitarfélagið Dalabyggð óskar á ný eftir upplýsingum frá þeim sem vantar íbúðarhúsnæði, þannig að hægt sé að meta uppsafnaða þörf fyrir húsnæði í sveitarfélaginu. Spurt er um fjölskyldugerð og tekjur, til að meta samhliða þarfir tekjulægri hópa sem gætu átt rétt á búsetu í húsnæði í eigu stéttarfélaga.  Ekki er hægt að rekja einstök svör til einstaklinga. Íbúakönnun í Dalabyggð varðandi …

Kjörskrá

DalabyggðFréttir

Kjörskrá Dalabyggðar vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí 2018 liggur frammi á skrifstofu Dalabyggðar frá og með 15. maí næstkomandi.  Skrifstofan er opin kl. 10-14 alla virka daga. Ef einhver hefur athugasemdir við kjörskrána skal viðkomandi koma skriflegum athugasemdum á framfæri á skrifstofunni.

Áhugasamir um setu í sveitarstjórn

DalabyggðFréttir

Þeir sem vilja lýsa yfir áhuga á að starfa í sveitarstjórn Dalabyggðar og láta birta nafn sitt á heimasíðu Dalabyggðar skulu senda tölvupóst á dalir@dalir.is eða koma bréfi á skrifstofu Dalabyggðar sem fyrst. Stutt kynning á frambjóðanda og ljósmynd mega fylgja.

Jógvan og Pálmi

DalabyggðFréttir

Jógvan Hansen og Pálmi Sigurhjartarson verða með tónleika í Dalabúð þriðjudaginn 15. maí kl. 20. Á dagskrá eru m.a. lögin hans Jóns í bankanum, Ég er kominn heim, Loksins ég fann þig, Komdu í kvöld, Kvöldsigling, Vertu ekki að horfa og fleiri. Miðaverð er 3.500 kr, selt við innganginn. Auglýsing

Sveitarstjórnarkosningar 2018

DalabyggðFréttir

Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninganna þann 26. maí rann út kl. 12 á hádegi laugardaginn 5. maí. Engir framboðslistar bárust kjörstjórn fyrir þann tíma og verða því óbundnar kosningar (persónukjör) í Dalabyggð í sveitarstjórnarkosningunum 26. maí næstkomandi. Allir kjósendur sveitarfélagsins verða því í kjöri, nema þeir sem löglega eru undanþegnir skyldu til að taka kjöri. Tvær beiðnir um undanþágu bárust kjörstjórn. Frá …

Auðarskóli óskar eftir að ráða í eftirfarandi stöður skólaárið 2018-2019

DalabyggðFréttir

Við Auðarskóla er laus 77% staða kennara á unglingastigi og 60% staða kennara á miðstigi fyrir skólaárið 2018-2019. Kennsla á unglingastigi í smíðum, ensku og dönsku. Kennsla á miðstigi í stærðfræði, íslensku, dönsku og upplýsingatækni. Mikilvægt er að umsækjendur búi að færni í samskiptum, frumkvæði í starfi, sjálfstæðum og skipulögðum vinnubrögðum og góðri íslenskukunnáttu. Einnig þurfa umsækjendur að vera tilbúnir að vinna …

Starf á verkstæði KM þjónustunnar

DalabyggðFréttir

Bifvélavirki eða vanur viðgerðarmaður óskast til sumarafleysinga á verkstæði KM þjónustunnar í Búðardal. Um er að ræða fjölbreytt starf í almennum viðgerðum. Áhugasamir hafi samband við Karl í síma 895 6677. KM þjónustan