Auðarskóli óskar eftir að ráða í eftirfarandi stöður skólaárið 2018-2019

DalabyggðFréttir

Við Auðarskóla er laus 77% staða kennara á unglingastigi og 60% staða kennara á miðstigi fyrir skólaárið 2018-2019.

Kennsla á unglingastigi í smíðum, ensku og dönsku.

Kennsla á miðstigi í stærðfræði, íslensku, dönsku og upplýsingatækni.

Mikilvægt er að umsækjendur búi að færni í samskiptum, frumkvæði í starfi, sjálfstæðum og skipulögðum vinnubrögðum og góðri íslenskukunnáttu.

Einnig þurfa umsækjendur að vera tilbúnir að vinna eftir stefnu Auðarskóla í teymiskennslu.

Umsóknarfrestur er til 11. maí 2018.

Umsækjendur þurfa að hafa leyfisbréf til þess að kenna í grunnskóla. Umsóknir um starfið berist á netfangið hlodver@audarskoli.is. Í umsókninni þurfa að vera ferilskrá og ábendingar um meðmælendur. Upplýsingar um starfið veitir Hlöðver Ingi skólastjóri í síma 430 4757.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei