MS Búðardal – atvinna í boði

DalabyggðFréttir

MS Búðardal óskar eftir áhugasömum einstaklingum til framleiðslustarfa. Um framtíðarstöf er að ræða. Nánari upplýsingar veita Lúðvík Hermannsson, netfang ludvikh@ms.is og Elísabet Svansdóttir, netfang elisabets@ms.is MS Búðardal framleiðir m.a. Dala-Feta og Dalaosta – gott handbragð úr Dölunum. MS Búðardal

Krabbameinsleit hjá konum

DalabyggðFréttir

Helga Hreiðarsdóttir ljósmóðir verður með móttöku  mánudaginn 23. apríl á heilsugæslustöðinni í Búðardal. Konum sem hafa fengið bréf frá Leitarstöðinni er boðið að panta tíma. Tímapantanir eru í síma  432 1450.

Þakkarbréf Lions

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 10. mars hélt Lionsklúbbur Búðardals kótilettukvöld þar sem einnig var happdrætti og var ákveðið fyrirfram að ágóðinn skyldi skiptast á milli Auðarskóla, Björgunarsveitarinnar Ósk og Slysavarnadeildar Dalasýslu. Söfnuðust tæpar 750.000 kr. og styrktum við þessa þrjá aðlila því um 250.000 kr. hvert. Við viljum þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg bæði með vinnuframlagi, gjöfum og happdrættisvinningum. Þetta …

Hleðsla á slökkvitækjum

DalabyggðFréttir

Lionsklúbbur  Búðardals í samvinnu við Slökkvilið Dalabyggðar gengst fyrir hleðslu á slökkvitækjum.  Tekið verður á móti slökkvitækjum í slökkvi-stöðinni í Búðardal. Móttakan verður opin 12. og 13. apríl á milli kl. 17:00 og 19:00 og  laugardaginn 14. apríl nk. frá 10:00 til kl. 19:00. Verðið er sem hér segir: 2 kg dufttæki og vatnstæki 3.534 kr m/VSK.3.534 kr m/VSK. 6  …

Deiliskipulag í Búðardal

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 20. mars 2018 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í Búðardal í samræmi við 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagið nær yfir Bakka­hvamm, Lækjarhvamm og nýja götu sem fær nafnið Ásuhvammur. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir lóðum fyrir einbýlis-, par- og raðhús. Svæðið er er …

160. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

160. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 17. apríl 2018 og hefst kl. 18.   Dagskrá Almenn mál 1. Sala eigna – Laugar og Sælingsdalstunga. 2. Ársreikningur 2017 3. Íþróttamannvirki í Búðardal   Almenn mál – umsagnir og vísanir 4. Veiðifélag Laxár í Hvammssveit – Aðalfundarboð 5. Veiðifélag Laxdæla – Aðalfundarboð 6. Tjaldsvæðið Búðardal 7. Laugargerðisskóli – eignarhlutur 8. Fjárhagsáætlun 2018 – …

Ársreikningur Dalabyggðar 2017

DalabyggðFréttir

Ársreikningur Dalabyggðar er gerður í samræmi við sveitarstjórnarlög, lög um ársreikninga og reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga. Rekstrartekjur Dalabyggðar á árinu 2017 voru fyrir A og B-hluta 895,9 millj. kr. en rekstrargjöld 796,7 millj. kr. Rekstrarniðurstaða án fjármunatekna og fjármagnsgjalda var jákvæð um 70,7 millj. kr. Fjármagnsgjöld umfram fjármagnstekjur námu 9,8 millj. kr og rekstrarniðurstaða jákvæð um 61,3 …

Auðarskóli – lausar kennarastöður

DalabyggðFréttir

Við Auðarskóla er laus 77% staða kennara á unglingastigi og 100% staða umsjónarkennara á miðstigi fyrir skólaárið 2018-2019. Kennsla á unglingastigi, smíðar, enska og danska. Umsjónakennsla á miðstigi, stærðfræði, upplýsingatækni og náttúrufræði. Mikilvægt er að umsækjendur búi að færni í samskiptum, frumkvæði í starfi, sjálfstæðum og skipulögðum vinnubrögðum og góðri íslenskukunnáttu. Einnig þurfa umsækjendur að vera tilbúnir að vinna eftir …

Sjálfboðaliðaverkefni

DalabyggðFréttir

Umsóknarfrestur um sjálfboðavinnuverkefni Dalabyggðar er til 12. maí. Byggðarráð afgreiðir umsóknir. Íbúar eru hvattir til að nýta sér þetta til að hrinda í framkvæmd brýnum umhverfisverkefnum í sínu næsta nágrenni. Almenn skilyrði fyrir úthlutun framlaga eru að umsækjandi eigi lögheimili í Dalabyggð, sé ekki í vanskilum við sveitarfélagið og að umsókninni fylgi lýsing á verkefni og kostnaðaráætlun. Forsvarsmaður verkefnis skal …

Söfnun og förgun dýrahræja

DalabyggðFréttir

Hafin er reglubundin söfnun dýrahræja í Dalabyggð. Fyrsta ferð var farin miðvikudaginn 4. apríl og næsta ferð áætluð fyrir miðjan apríl og síðan vikulega út maímánuð. Fyrirkomulag á þessari söfnun er ekki alveg fastmótað og mun reynslan næstu vikurnar verða notuð til að meta þörfina. Þeir sem þurfa að nýta sér þjónustuna þurfa að senda tölvupóst á netfangið vidar@dalir.is með …