Lífræn aðlögun sauðfjárræktar

DalabyggðFréttir

Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri, í samstarfi við vottunarstofuna Tún eru með námskeið í lífrænni aðlögun sauðfjárræktar í Tjarnarlundi, föstudaginn 1. apríl, kl. 12:45-17:00. Námskeiðið er ætlað þeim sem stunda sauðfjárrækt og hafa áhuga á að kynna sér möguleika sína á upptöku lífrænna aðferða og á markaðssetningu lífrænna sauðfjárafurða. Á námskeiðinu verður fjallað um helstu þætti lífrænnar aðlögunar, einkum fóðurframleiðslu, aðbúnað …

Fundur um atvinnumál

DalabyggðFréttir

Byggðarráð Dalabyggðar boðar til opins fundar um atvinnumál í Leifsbúð, fimmtudaginn 24. mars kl. 18-20. Fundarefni verður stoðkerfi atvinnulífsins á Vesturlandi og möguleikar í ferðaþjónustu. Framsögumenn eru Ólafur Sveinsson frá Atvinnuþróun SSV, Torfi Jóhannesson hjá Vaxtarsamningi Vesturlands, Rósa Björk Halldórsdóttir hjá Markaðsstofu Vesturlands og Kristján Ágúst Magnússon ferðaþjónustubóndi á Snorrastöðum. Boðið verður upp á kaffi og fundarmenn geta keypt sér …

Sönghelgi frestað

DalabyggðFréttir

Sönghelgin sem átti að vera nú um helgina, 18. – 19. mars, verður færð til þar næstu helgar, 25. – 26. mars, föstudag og laugardag. Æfingar verða í Tónlistarskólanum frá kl. 18-22 á föstudegi og laugardegi kl. 10-16 (17). Stjórn söngs er í höndum Bjarts Loga Guðnasonar organista Bessastaðasóknar. Nú þegar hafa um 30 manns skráð sig. Skráningar hjá Írisi …

Riishús á Borðeyri

DalabyggðFréttir

Undanfarin ár hefur verið unnið að endurbyggingu Riishúss á Borðeyri. Sunnudaginn 20. mars verður Riishússdagur á Borðeyri til að kynna verkefnið og afla fjár til áframhaldandi endurbyggingar. Dagskrá dagsins hefst í skólahúsinu kl. 14. Þar verður saga staðarins rifjuð upp, kynntar hugmyndir að notkun hússins, tónlistarkynning, myndasýning úr Hrútafirði og töframaður. Kaffihlaðborð verður að dagskrá lokinni og síðan skoðunarferð um …

Litla-Ljót á Reykhólum

DalabyggðFréttir

Nemendur Reykhólaskóla hafa verið að æfa leikritið Litla Ljót í leikstjórn Sólveigar S. Magnúsdóttur. Leikritið verður frumsýnt á árshátíð skólans, föstudaginn 18. mars. Aukasýning verður sunnudaginn 20. mars kl. 16:00 í íþróttasal Reykhólaskóla. Allir eru velkomnir á sunnudaginn. Miðaverð (innifalið sýning, vöfflur og kaffi/kakó): Fullorðnir 1.200 kr, börn 500 kr og frítt fyrir yngri en 6 ár.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

DalabyggðFréttir

Þjóðaratkvæðagreiðsla um gildi laga nr. 13/2011 fer fram laugardaginn 9. apríl 2011. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefst miðvikudaginn 16. mars. Í umdæmi sýslumannsins í Búðardal fer hún fram á skrifstofu sýslumanns að Miðbraut 11, Búðardal. Unnt er að kjósa á skrifstofutíma, kl. 9-12 og 13-15:30. Hægt er að kjósa á öðrum tíma samkvæmt nánara samkomulagi. Kjósendum er bent á að hafa …

Félag eldri borgara

DalabyggðFréttir

Á fimmtudögum koma saman félagar í Félagi eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólasveit. Annað hvort í Rauða kross húsinu í Búðardal eða félagsheimilinu Vogalandi í Króksfjarðarnesi. Dagskrá hefst alltaf kl. 13:30 og stendur til kl. 16:00. Heitt kaffi á könnunni og með því (300 kr). Allir eldri borgarar (60 ára og eldri) eru velkomnir. Fjölbreytt dagskrá er og á morgun …

Félagsþjónustan

DalabyggðFréttir

Vegna veðurs verður viðveru félagsþjónustunnar frestað um eina viku. Félagsþjónustan verður því næst við þriðudaginn 22. mars, kl. 13-16. Síminn Hjördísi og Halldóri í Borgarnesi er 433 7100.

Jörfagleði 2011 – þátttaka

DalabyggðFréttir

Jörfagleði verður haldin hátíðleg dagana 15. – 20. apríl nk.Undirbúningur stendur yfir og er dagskráin óðum að taka á sig mynd. Skipulag er í höndum menningar- og ferðamálanefndar og eru nefndarmenn sífellt á höttunum eftir skemmtilegum atburðum fyrir hátíðina. Allir þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í hátíðinni með einum eða öðrum hætti eru vinsamlegast beðnir um að …

Fatamarkaður

DalabyggðFréttir

Áður auglýstum fatamarkaði sem átti að vera í Dalabúð í dag fellur niður vegna veðurs.