Áttu gamalt dót úr sveitinni?

DalabyggðFréttir

Vesturlandsstofa, nýstofnað fyrirtæki, samstarfsverkefni sveitarfélaga og ferðaþjónustuaðila á Vesturlandi mun á næstu dögum opna skrifstofu og upplýsingamiðstöð í Borgarnesi.Við viljum gera staðinn áhugaverðan og flottan og langar að vita hvort einhver geti gefið/lánað gamla muni úr sveitinni t.d. gamla mjólkurbrúsa, fötur, ker eða annað til skrauts.Ef svo er þá hafið samband við Helgu í síma 430 4706 eða sendið tölvupóst …

Handverksfólk athugið – Prjónum og saumum meira

DalabyggðFréttir

18. mars, ætlum við að hittast í þriðja sinn. Í fyrsta skiptið mættu 20 stelpur og í annað skiptið 13. Karlkynið er líka velkomið. Núna mætir hver með það sem hann hefur áhuga á hvað handverk snertir. Það geta verið prjónar, hekl, vattar-saumur, útsaumur o. fl. Ása kemur og sýnir okkur hvernig á að gimba. Ef þið eigið í fórum …

Opinn fundur um skólamál í Dalabúð

DalabyggðFréttir

Haldinn verður opinn fundur um skólamál í Dalabúð mánudaginn 16. mars kl. 20:30. Þar mun sveitarstjórn kynna samþykktar breytingar í skólamálum Dalabyggðar. Íbúar Dalabyggðar eru hvattir til að mæta og taka þátt í fundinum. Kaffi á könnunni og vor í lofti. Sveitarstjóri

Björgunasveitin Ósk eignast hitamyndavél

DalabyggðFréttir

Björgunarsveitinni Ósk í Búðardal barst gjöf frá velunnara sveitarinnar. Gjöfin sem er hitamydavél hefur dregur töluvert og nýtist hvort heldur sem er að nóttu sem degi. Er það ljóst að svona tæki getur skipt sköpum við leit að fólki við erfiðar aðstæður. Meðfylgjandi mynd sýnir björgunarveitarmann nota vélina í myrkri og sést vel á annari myndinni hve vel hitaútgeislunin skilar …

Konuhittingur í Skriðulandi

DalabyggðFréttir

Konuhittingur í Skriðulandi 10. mars 2009 kl. 20-? Léttar veitingar í boði á vægu verði. Gaman að sjá sem flesta með handavinnu.Soffía frá Undirfötum (undirfot.is)mætir á staðinn með náttföt,sloppa og undirföt.

Styrkúthlutun menningarráðs 2009 í Leifsbúð

DalabyggðFréttir

Úthlutun menningarráðs Vesturlands fór fram í Leifsbúð föstudaginn 27. febrúar. Alls voru það 24 milljónir króna sem úthlutað var í ár og voru það 83 verkefni sem fengu styrk að þessu sinni. Það var Guðbjartur Hannesson forseti alþingis sem afhenti styrkina. Við athöfnina léku þær Árný Björk, Kolbrún Rut og Sóley Rós á harmonikku fyrir gestina í Leifsbúð.

Atvinna í boði

DalabyggðFréttir

Leikskólinn Vinabær óskar að ráða starfsmann í í tímabundnar afleysingar við leikskólann Vinabæ. Nánari upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 4341311

Sumarstörf á Hótel Eddu

DalabyggðFréttir

HÓTEL EDDA LAUGUM SÆLINGSDAL Laus störf sumarið 2009. Óskum eftir að ráða kraftmikið og duglegt fólk til almennra hótelstarfa nú í sumar. Í boði eru fjölbreytt störf s.s í gestamóttöku, í veitingasal, þrif á herbergjum, í þvottahúsi og í eldhúsi o.fl. Um getur verið að ræða fullt starf sem og hlutastarf. Unnið er á vöktum. Áhugasamir sendi inn umsóknir á …

41. fundur sveitarstjórnar

DalabyggðFréttir

41. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 24. febrúar 2009 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal og hefst kl. 16:00Dagskrá: 1. Skýrsla sveitarstjóra. 2. Fundargerð sveitarstjórnar frá 27. janúar 2009. 3. Fundargerð byggðarráðs frá 3. febrúar og 10. febrúar 2009. 4. Fundargerðir fræðslunefndar frá 21. janúar og 2. febrúar 2009. 5. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 9. febrúar 2009. 6. Samningur um …

Unglingarnir á SAMFÉS-hátíð

DalabyggðFréttir

Unglingar í félagsmiðstöðinni Hreysinu í Dalabyggð fóru til Reykjavíkur um sl. helgi til að taka þátt í SAMFÉS hátíð sem er hátíð félagsmiðstöðva á Íslandi. Um 5.000 unglingar voru samankomin í Laugardalshöllinni á föstudagskvöldið þar sem margar af vinsælustu hljómsveitum landsins héldu uppi fjörinu á dansleik og á laugardeginum var haldin söngvakeppni Samfés. Ferðin var vel skipulögð og var m.a …