Konuhittingur í Skriðulandi 10. mars 2009 kl. 20-? Léttar veitingar í boði á vægu verði. Gaman að sjá sem flesta með handavinnu.Soffía frá Undirfötum (undirfot.is)mætir á staðinn með náttföt,sloppa og undirföt.
Styrkúthlutun menningarráðs 2009 í Leifsbúð
Úthlutun menningarráðs Vesturlands fór fram í Leifsbúð föstudaginn 27. febrúar. Alls voru það 24 milljónir króna sem úthlutað var í ár og voru það 83 verkefni sem fengu styrk að þessu sinni. Það var Guðbjartur Hannesson forseti alþingis sem afhenti styrkina. Við athöfnina léku þær Árný Björk, Kolbrún Rut og Sóley Rós á harmonikku fyrir gestina í Leifsbúð.
Atvinna í boði
Leikskólinn Vinabær óskar að ráða starfsmann í í tímabundnar afleysingar við leikskólann Vinabæ. Nánari upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 4341311
Sumarstörf á Hótel Eddu
HÓTEL EDDA LAUGUM SÆLINGSDAL Laus störf sumarið 2009. Óskum eftir að ráða kraftmikið og duglegt fólk til almennra hótelstarfa nú í sumar. Í boði eru fjölbreytt störf s.s í gestamóttöku, í veitingasal, þrif á herbergjum, í þvottahúsi og í eldhúsi o.fl. Um getur verið að ræða fullt starf sem og hlutastarf. Unnið er á vöktum. Áhugasamir sendi inn umsóknir á …
41. fundur sveitarstjórnar
41. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 24. febrúar 2009 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal og hefst kl. 16:00Dagskrá: 1. Skýrsla sveitarstjóra. 2. Fundargerð sveitarstjórnar frá 27. janúar 2009. 3. Fundargerð byggðarráðs frá 3. febrúar og 10. febrúar 2009. 4. Fundargerðir fræðslunefndar frá 21. janúar og 2. febrúar 2009. 5. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 9. febrúar 2009. 6. Samningur um …
Unglingarnir á SAMFÉS-hátíð
Unglingar í félagsmiðstöðinni Hreysinu í Dalabyggð fóru til Reykjavíkur um sl. helgi til að taka þátt í SAMFÉS hátíð sem er hátíð félagsmiðstöðva á Íslandi. Um 5.000 unglingar voru samankomin í Laugardalshöllinni á föstudagskvöldið þar sem margar af vinsælustu hljómsveitum landsins héldu uppi fjörinu á dansleik og á laugardeginum var haldin söngvakeppni Samfés. Ferðin var vel skipulögð og var m.a …
Nýr samningur um refaveiðar í Dalabyggð
Á fundi sveitarstjórnar þann 27. janúar sl. var samþykkt að gera nýja samninga um refaveiðar í Dalabyggð. Sveitarfélaginu er skipt niður í 12 veiðisvæði og hefur 12 veiðimönnum verið boðið að skrifa undir meðfylgjandi samning. Gjaldskrá vegna verðlauna var breytt eins og fram kemur í samningnum. Það skal tekið fram að eftir 27. janúar 2009 eru aðeins greidd verðlaun til …
Útskrift úr Grunnnámi skólaliða í Búðardal
Fimmtudaginn 5. febrúar s.l. útskrifuðust 7 nemendur við hátíðlega athöfn, úr námsleiðinni „Grunnnám skólaliða“ í Búðardal. Þrír nemendanna komu frá leikskólanum Hólabæ á Reykhólum og fjórir voru frá Leikskólanum Vinabæ í Búðardal. Að námskeiðinu komu einir 7 leiðbeinendur. Námskeiðið var samtals 70 kennslustundir og námsþættir voru: Sjálfstyrking, Uppeldi og ummönnun, Agi og reiðistjórnun, Matur og næring, Samskipti, Fötluð börn og …
Handverksfólk athugið
– Hekl og vattarsaumur- 17. febrúar ætlum við að hittast í annað sinn og þá verða heklu- og vattarsaumsnálar í sviðsljósinu. Að sjálfsögðu er einnig velkomið að mæta með prjónana. Þegar við hittumst um daginn mættu 20 stelpur á öllum aldri og kvöldið var virkilega vel heppnað. Mætum með heklunálar, vattarsaumsnálar, prjóna eða annað og eigum góða kvöldstund saman. Lærum …
Opið hús á Skriðulandi
Konur athugið! Opið hús verður fyrir konur þriðjudaginn 10. febrúar á Skriðulandi. Allar konur hvattar til að mæta og eiga góða stund saman, spjalla og jafnvel taka með sér með handavinnu eða ekki.. Húsið opnar kl. 20:00 Léttar veitingar á vægu verði kr. 500.-