Jörvagleði í vor – Fyrsta áminning

DalabyggðFréttir

Ágætu Dalamenn, nú hefur Jörvagleðinefnd tekið til starfa við undirbúning á Jörvagleði 2009 sem haldin verður dagana 22. – 26. apríl.
Ef þú ert með góða hugmynd til að leggja inn í hugmyndabankann okkar fyrir viðburði á Jörvagleði þá sendu hana á ferdamal@dalir.is eða hafðu samband í síma 430 4706.
Ákveðið hefur verið að hafa markaðsdag eins og á síðustu Jörvagleði, þar sem fólki gefst kostur á að selja ýmsan varning.
Helga Ágústsdóttir
Ferða- og menningarfulltrúi
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei