Handverksfólk athugið

DalabyggðFréttir

– Hekl og vattarsaumur-

17. febrúar ætlum við að hittast í annað sinn og þá verða heklu- og vattarsaumsnálar í sviðsljósinu. Að sjálfsögðu er einnig velkomið að mæta með prjónana.
Þegar við hittumst um daginn mættu 20 stelpur á öllum aldri og kvöldið var virkilega vel heppnað.
Mætum með heklunálar, vattarsaumsnálar, prjóna eða annað og eigum góða kvöldstund saman. Lærum af hvoru öðru og berum saman bækur okkar. Hægt verður að fá vattarsaumsnálar á staðnum.
Ef þú lumar á skemmtilegri frásögn eða sögu þá endilega gríptu hana með og leyfðu okkur hinum að heyra.
Allir velkomnir, kostar ekkert.
Verðum í handavinnustofunni í Grunnskólanum í Búðardal frá klukkan 20:00 – 22:00 þriðjudaginn 17. febrúar.
Hlökkum til að sjá ykkur
Hanna Sigga, Áslaug og Linda
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei