Styrkúthlutun menningarráðs 2009 í Leifsbúð

DalabyggðFréttir

Úthlutun menningarráðs Vesturlands fór fram í Leifsbúð föstudaginn 27. febrúar. Alls voru það 24 milljónir króna sem úthlutað var í ár og voru það 83 verkefni sem fengu styrk að þessu sinni. Það var Guðbjartur Hannesson forseti alþingis sem afhenti styrkina. Við athöfnina léku þær Árný Björk, Kolbrún Rut og Sóley Rós á harmonikku fyrir gestina í Leifsbúð.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei