Dalabyggð auglýsir eftir starfsmönnum í hlutastörf.Leiðbeinandi á leikskólann Vinabæ í 67.5% hlutastarf.Tveir starfsmenn í nýjan heilsdagsskóla í Dalabúð 40% stöður og er vinnutími eftir hádegi. Til greina kemur að sameina starf á leikskóla og annað starfið í heildagsskólanum í 100% stöðu. Störfin eru laus nú þegar. Áhugasamir hafi samband við sveitarstjóra í síma 430-4700 eða leikskólastjóra í síma: 434-1311 Grímur …
Upprifjunar og endurlífgunarnámskeið í skyndihjálp
Upprifjunar og endurlífgunarnámskeið í skyndihjálp verður haldið á Laugum í Sælingsdal fimmtudaginn 8. janúar kl. 9-13 Verð 5000.- innifalið kennslugögn og hádegismatur. Allir velkomnir. Leiðbeinandi er Oddur Eiríksson sjúkrafluttningamaður. Skráning í ungmennabúðunum í síma 861-2660 eða á netfangið laugar@umfi.is
Tilkynning frá Símenntunarmiðstöðinni á Vesturlandi.
Námsvísir vorannar hefur komið inn um lúguna um þetta leyti, en brugðið verður út af vananum í þetta sinn. Ástæðan er sú að Símenntunarmiðstöðin á 10 ára afmæli á þessu ári eða 19. febrúar nk.Af því tilefni hefur stjórn stofnunarinnar skipað afmælisnefnd sem mun vinna að veglegu afmælisblaði sem verður gefið út á vormánuðum. Einnig er fyrirhugað að halda upp …
Bókasafnið lokað
Þriðjudaginn 06.01.2009 verður Héraðsbókasafn Dalasýslu lokað vegna jarðarfarar. Bókasafnið verður opið þess í stað á miðvikudaginn 07.01. og fimmtudaginn 08.01. frá kl. 15:00 – 19:00
Gleðilegt nýtt ár
Vel viðraði fyrir brennur á áramótum. Þessi mynd var tekin við Árblik í Miðdölum þar sem bændur komu saman og fögunuðu nýju ári.
Jólaball í Dalabúð
Fleiri myndir hér
Jólaball í Dalabúð
Jólaball verður haldið mánudaginn 29. desember og hefst kl. 17:00 Í boði verður kakó, kaffi og safi. Sami háttur er á og í fyrra að fólk leggi til smákökur eða annað sem tiltækt er á sameiginlegt veisluborð. Frítt inn. Hittumst í jólaskapi Lionsklúbbur Búðardals
39. fundur sveitarstjórnar
Sveitarstjórn Dalabyggðar 39. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 30. desember nk. í Stjórnsýsluhúsinu Búðardal og hefst kl. 16:00 Dagskrá: 1. Ráðning ritara sveitarstjórnar. 2.Fundargerð sveitarstjórnar Dalabyggðar frá 9. desember 2008. 3.Fundargerð byggðarráðs frá 25. nóvember 2008. 4.Fundargerð byggðarráðs Dalabyggðar frá 15. desember 2008. 5. Fundargerð stjórnar SSV frá 8. desember 2008. 6.Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12. desember …
Losun á rúlluplasti
Losun á rúlluplasti! 05.01. – 07. 01. 2009. Vinsamlega pantið losun á skrifstofu Dalabyggðar í síma 4304700 fyrir 02. 01.2008. Viðar Þór Ólafsson, bæjarverkstjóri Dalabyggðar.
Jólaljósasamkeppnin í fullum gangi
Nú sem síðastliðin ár verður samkeppni um flottustu jólaskreytinguna í Dalabyggð. Dómnefnd fer um Dalina milli jóla og nýárs og velur einn sveitabæ og eitt hús í Búðardal úr fjöldanum og verður ekkí auðvelt valið þetta árið þar sem menn hafa verið duglegir að skreyta. Nefndin