Sögustund verður á Byggðasafni Dalamanna sunnudaginn 30. desember kl. 16 og til umfjöllunar verður mannlíf í Dölum árið 1918. Sagt verður frá helstu viðburðum í héraðinu og reynt að velta fyrir sér ýmsum flötum daglegs lífs; hverjir bjuggu hér, fjölskyldur, atvinna, búskaparhættir, veðurfar, húsakostur, heimilishald, leikir og störf barna og hvað eina sem heimildir bjóða uppá.
Áramótabrenna
Á gamlárskvöld verður brenna í Búðardal á sjávarkambinum neðan við Búðarbraut og skotsvæði á gömlu bryggjunni. Kveikt verður í brennunni kl. 21. Þurfi að koma til breytinga á brennustæðu og tímasetningu verður það auglýst á vef Dalabyggðar, www.dalir.is.
Sýsluskrifstofan lokuð milli jóla og nýárs
Sýsluskrifstofan er lokuð fimmtudaginn 27.des.nk. Næst opin fimmtudaginn 3.jan.nk. Með jólakveðju Sýslumaðurinn á Vesturlandi
Félagsvist í Tjarnarlundi
Félagsvist verður spiluð í Tjarnarlundi laugardagskvöldið 29. desember kl. 20. Kostar 1.200 kr og veitingar í boði.
Tilraunaverkefni í uppbyggingu húsnæðis
Dalabyggð hefur verið valin til þátttöku í tilraunaverkefni í uppbyggingu húsnæðis á landsbyggðinni. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, og fulltrúar Íbúðalánasjóðs kynntu á fundi í Leifsbúð þann 12. desember fyrstu sjö sveitarfélög sem verða til að taka þátt í tilraunaverkefni um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni. Dalabyggð er eitt þeirra, hin eru Snæfellsbær, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Norðurþing, Hörgársveit, Vesturbyggð og Seyðisfjarðarkaupstaður. Íbúðalánasjóður …
Uppbyggingasjóður Vesturlands
Uppbyggingasjóður Vesturlands auglýsir eftir umsóknum til atvinnuþróunar-, nýsköpunar- og menningarstyrkja ásamt stofn- og rekstrarstyrkja til menningarverkefna. Reglur, viðmið og umsóknareyðublöð varðandi styrkveitingar er að finna á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (ssv.is). Nánari upplýsingar í síma 433 2310 eða senda fyrirspurnir á netfangið uppbyggingarsjodur @ssv.is Frestur til að skila inn umsóknum rennur út á miðnætti 20. janúar 2019 Uppbyggingasjóður Vesturlands
Sveitarstjórn Dalabyggðar 169. fundur
169. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 13. desember 2018 og hefst kl. 16. Dagskrá Almenn mál 1. 1810003 – Fjárhagsáætlun 2019 – 2022, framhald annarrar umræðu. Úr fundargerð 215. fundar byggðarráðs frá 06.12.2018: Fjárhagsáætlun 2019 – 2022 – 1810003 Breytingartillögur við fjárhagsáætlun vegna íbúaþings. Gjaldskrártillögur. Eftirfarandi breytingartillögur samþykktar: Sjálfboðaverkefni verði kr. 1.200.000 Skipulags- og byggingarmál hækka um kr. 1.800.000 Brunamál …
Viðvera atvinnuráðgjafa
Viðvera Ólafur Sveinsson atvinnuráðgjafi er vera átti þriðjudaginn 4. desember frestast til miðvikudagsins 5. desember kl. 13-15.
Matthías á Orrahóli og Á mörkum mennskunnar
Sunnudaginn 9. desember kl. 14 verður tvöföld sögustund hjá Byggðasafni Dalamanna og að þessu sinni í félagsheimilinu á Staðarfelli. Annars vegar mun Guðfinna S. Ragnarsdóttir segja frá Matthíasi Ólafssyni bónda og sergeantmajor á Orrahóli. Hins vegar mun Jón Jónsson þjóðfræðingur kynna nýútkomna bók sína „Á mörkum mennskunnar“. Matthías á Orrahóli – Guðfinna S. Ragnarsdóttir Matthías Ólafsson bóndi á Orrahóli …
Kaffihúsakvöldi Auðarskóla frestað
Kaffihúsakvöldi Auðarskóla sem vera átti fimmtudaginn 29. nóvember hefur verið frestað til mánudagsins 3. desember vegna veðurs.