Í desember verða sveitarstjórnarfulltrúarnir Eyjólfur Ingvi og Einar Jón til viðtals í stjórnsýsluhúsinu á eftirtöldum tímum: Eyjólfur Ingvi Bjarnason, mánudaginn 3. desember kl. 10:30 til 12:00. Einar Jón Geirsson, þriðjudaginn 4. desember kl. 15:00 – 16:30.
Jólatré Dalabyggðar
Eins og undanfarin ár verður jólatré Dalabyggðar komið fyrir við Auðarskóla og kveikt verður á ljósunum laugardaginn 1. desember kl. 16. Að venju verður dansað í kringum tréð og sungin jólalög, kannski með aðstoð jólasveina. Á eftir verður boðið upp á kaffi, súkkulaði og piparkökur í Dalabúð.
Auðarskóli – tónlistarkennari
Við Auðarskóla er laus 70% staða tónlistarkennara við tónlistardeild skólans frá og með 1. janúar 2019. Mikilvægt er að umsækjendur búi að færni í samskiptum, frumkvæði í starfi, sjálfstæðum og skipulögðum vinnubrögðum og góðri íslenskukunnáttu. Umsóknir um starfið berist á netfangið hlodver@audarskoli.is. Í umsókninni skal fylgja ferilskrá og ábendingar um meðmælendur. Umsóknarfrestur er til 6. desember 2018. Upplýsingar um starfið …
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 168. fundur
168. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 26. nóvember 2018 og hefst kl. 16. Dagskrá Almenn mál 1. Fjárhagsáætlun 2019 – 2022, önnur umræða. Breytingatilögur byggðarráðs við fjárhagsáætlun lagðar fram. Úr fundargerð 213. fundar byggðarráðs 20. nóvember 2018: Fjárhagsáætlun 2019 – 2022 Tillaga um álagningarhlutfall útsvars og fasteignagjalda samþykkt og verður lögð fyrir sveitarstjórn. Breytingartillögur við …
Sveitarstjórnarfundi frestað
Sveitarstjórnarfundi sem var boðaður 22. nóvember er frestað til mánudagsins 26. nóvember. Þau mistök urðu að þegar sveitarstjórnarfundur sem vera átti í dag, 22. nóvember, var boðaður með tilskyldum fyrirvara, láðist að setja auglýsingu um fundinn inn á heimasíðu Dalabyggðar. Vegna þessa verður fundi sveitarstjórnar frestað um fjóra sólarhringa til þess að auglýsing um hann nái að birtast með nægum fyrirvara. …
Davíðsmótið
Davíðsmótinu í bridge sem vera átti laugardaginn 1. desember hefur verið frestað framyfir áramót.
Sýsluskrifstofan lokuð
Vegna veikinda er sýsluskrifstofan í Búðardal lokuð í dag, fimmtudaginn 15. nóvember 2018.
Íbúafundur 6.11.2018 – hljóðupptaka
Hér er hægt að hlusta á hljóðupptöku af íbúafundinum sem var haldinn þann 6. nóvember 2018 Hljóðupptaka fundarins:
Strandir 1918 og Stefán frá Hvítadal
Sunnudaginn 11. nóvember verður sögusýningin Strandir 1918 opnuð í Sævangi kl. 15:00. Samhliða verður haldin sögustund þar sem fjallað verður um bókmenntir og menningarlíf á Ströndum 1918. Sérstök áhersla verður lögð á ljóð og æfi Stefáns frá Hvítadal, en nú eru einmitt 100 ár síðan fyrsta ljóðabók hans kom út. Elfar Logi Hannesson frá Kómedíuleikhúsinu mætir á svæðið með nýja …
Um ýmsar trissur aðrar
Fjórir höfundar á ferð, lesa úr verkum sínum í fjósinu á Erpsstöðum, laugardaginn 10. nóvember kl 16. Fjósaskáldin frómu eru Auður Ava Ólafsdóttir Ungfrú Ísland, Bergsveinn Birgisson Lifandilífslækur, Bjarni M Bjarnason, Læknishúsið og Sigurbjörg Þrastardóttir Hryggdýr. Höfundarnir munu vera með eintök til sölu og árita ef vel viðrar. Gott að hafa lausan pening meðferðis, eða eitthvað af þessum nýmóðins greiðsluöppum …