Félagsvist í Árbliki

DalabyggðFréttir

Kvenfélagið Fjóla stendur fyrir félagsvist í Árbliki föstudaginn 5. janúar kl. 20. Verð fyrir fullorðna er 800 kr, en frítt fyrir 14 ára og yngri. kaffiveitingar.

Úr mold í stein

DalabyggðFréttir

Fyrsta sögustund ársins 2018 verður laugardaginn 6. janúar kl. 15 á Byggðasafni Dalamanna. Þá mun Bogi Kristinsson byggingafulltrúi Dalabyggðar segja frá þróun torfbæja til steinsteypuhúsa, gera grein fyrir ólíkum byggingastílum síðari tíma og mikilvægi varðveislu eldri húsa. Aðgangseyrir á sögustundir verður sem fyrr 500 kr fyrir fullorðna og frítt fyrir börn yngri en 18 ára í fylgd með fullorðnum. Kaffi …

Félagsvist í Tjarnarlundi

DalabyggðFréttir

Félagsvist verður spiluð í félagsheimilinu Tjarnarlundi laugardaginn 30. desember kl. 20. Verð er 1.100 kr. og er hressing er innifalin. Gott er að hafa í huga að enginn posi er á staðnum og því rétt að mæta með reiðufé.

Fjárhagsáætlun Dalabyggðar 2018-2021

DalabyggðÁhugaverðar fréttir, Fréttir

Fjárhagsáætlun Dalabyggðar fyrir árin 2018-2021 var samþykkt við síðari umræðu 14. desember sl. Álagningarhlutföll útsvars og fasteignaskatts eru óbreytt frá árinu 2017, en gjaldskrár hækka almennt um 3,0%. Gjaldskrá fyrir sorphirðu hækkar meira og til verður nýr gjaldflokkur, bújarðir eða býli með atvinnustarfsemi. Gert er ráð fyrir að hefja reglubundna söfnun dýrahræja frá bújörðum á fyrri hluta ársins. Hækkun gjaldskrár …

Áramótabrennur

DalabyggðFréttir

Áramótabrennur verða í Saurbæ og Búðardal á gamlárskvöld. Árleg brenna í Búðardal verður á sjávarkambinum neðan við Búðarbraut og skotsvæði á gömlu bryggjunni. Kveikt verður í brennunni kl. 21. Brennan í Saurbænum verður í landi Bjarnastaða í Staðarhólsdal. Kveikt verður í brennunni um miðnætti. Allar breytingar á brennustæðum og tímasetningum verða auglýstar á vef Dalabyggðar, www.dalir.is.

Jólakveðja

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar óskar íbúum Dalabyggðar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs

Hátíðarguðsþjónustur um jól og áramót 2017

DalabyggðFréttir

Hátíðarguðþjónustur verða í átta af ellefu kirkjum Dalabyggðar, auk helgistunda á Fellsenda og Silfurtúni. 24. desember – aðfangadagur jóla Helgistund á Fellsenda í Miðdölum kl. 14. Sóknarprestur er sr. Anna Eiríksdóttir og organisti er Halldór Þorgils Þórðarson. Hátíðarguðsþjónusta í Hjarðarholtskirkju í Laxárdal kl. 18. Sóknarprestur er sr. Anna Eiríksdóttir og organisti er Halldór Þorgils Þórðarson. 25. desember – jóladagur Hátíðarguðsþjónusta …

Laugar og Sælingsdalstunga til sölu

DalabyggðFréttir

Dalabyggð hefur auglýst til sölu allar eignir sveitarfélagsins á Laugum í Sælingsdal þar á meðal 50% hlut í jörðinni. Einnig jörðina Sælingsdalstungu að undanskildu vatnsverndarsvæði, vatnsréttindum og vatnsveitu. Nánari upplýsingar eru á fasteignavef mbl.is. Samkvæmt bókun sveitarstjórnar 14. desember sl. verður tekið við tilboðum til og með 29. desember nk.

Auðarskóli – leikskólakennarar

DalabyggðFréttir

Auðarskóli auglýsir eftir að ráða í tvær stöður leikskólakennara frá og með 1. janúar 2018. Um er að ræða tvær 100% stöður. Umsóknarfrestur er til 27. desember 2017. Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst. Helstu verkefni eru að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarnanna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara. Hæfniskröfur eru · leikskólakennaramenntun eða sambærilega menntun sem nýtist í …

Uppbyggingarsjóður Vesturlands

DalabyggðFréttir

Auglýst er eftir umsóknum í uppbyggingasjóð Vesturlands. Veittir verða atvinnuþróunar- og nýsköpunarstyrkir, menningarstyrkir ásamt stofn- og rekstrarstyrkjum til menningarverkefna. Umsóknarferlið er á Ísland.is og notast er við Íslykil til innskráningar. Nánari upplýsingar má fá í síma 433 2310 eða senda fyrirspurn til uppbyggingasjodur@ssv.is. Frestur til að skila inn umsóknum rennur út á miðnætti 17. janúar 2018. Uppbyggingarsjóður Vesturlands