Rafbókasafn

DalabyggðFréttir

Héraðsbókasafn Dalasýslu hefur gerst aðili að rafbókasafninu og er það vonandi kærkomin viðbót við þjónustu safnsins. Frá og með 2. janúar 2018 geta lánþegar sótt um aðild að rafbókasafninu og byrjað að nýta sér kosti þess. Til þess að fá aðgengi að Rafbókasafninu þarf lánþegi að vera með gilt bókasafnskort og velja sér aðgangsorð sem bókavörður skráir inn í gangagrunn …

Félagsvist í Árbliki

DalabyggðFréttir

Kvenfélagið Fjóla stendur fyrir félagsvist í Árbliki föstudaginn 5. janúar kl. 20. Verð fyrir fullorðna er 800 kr, en frítt fyrir 14 ára og yngri. kaffiveitingar.

Úr mold í stein

DalabyggðFréttir

Fyrsta sögustund ársins 2018 verður laugardaginn 6. janúar kl. 15 á Byggðasafni Dalamanna. Þá mun Bogi Kristinsson byggingafulltrúi Dalabyggðar segja frá þróun torfbæja til steinsteypuhúsa, gera grein fyrir ólíkum byggingastílum síðari tíma og mikilvægi varðveislu eldri húsa. Aðgangseyrir á sögustundir verður sem fyrr 500 kr fyrir fullorðna og frítt fyrir börn yngri en 18 ára í fylgd með fullorðnum. Kaffi …

Félagsvist í Tjarnarlundi

DalabyggðFréttir

Félagsvist verður spiluð í félagsheimilinu Tjarnarlundi laugardaginn 30. desember kl. 20. Verð er 1.100 kr. og er hressing er innifalin. Gott er að hafa í huga að enginn posi er á staðnum og því rétt að mæta með reiðufé.

Fjárhagsáætlun Dalabyggðar 2018-2021

DalabyggðÁhugaverðar fréttir, Fréttir

Fjárhagsáætlun Dalabyggðar fyrir árin 2018-2021 var samþykkt við síðari umræðu 14. desember sl. Álagningarhlutföll útsvars og fasteignaskatts eru óbreytt frá árinu 2017, en gjaldskrár hækka almennt um 3,0%. Gjaldskrá fyrir sorphirðu hækkar meira og til verður nýr gjaldflokkur, bújarðir eða býli með atvinnustarfsemi. Gert er ráð fyrir að hefja reglubundna söfnun dýrahræja frá bújörðum á fyrri hluta ársins. Hækkun gjaldskrár …

Áramótabrennur

DalabyggðFréttir

Áramótabrennur verða í Saurbæ og Búðardal á gamlárskvöld. Árleg brenna í Búðardal verður á sjávarkambinum neðan við Búðarbraut og skotsvæði á gömlu bryggjunni. Kveikt verður í brennunni kl. 21. Brennan í Saurbænum verður í landi Bjarnastaða í Staðarhólsdal. Kveikt verður í brennunni um miðnætti. Allar breytingar á brennustæðum og tímasetningum verða auglýstar á vef Dalabyggðar, www.dalir.is.

Jólakveðja

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar óskar íbúum Dalabyggðar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs

Hátíðarguðsþjónustur um jól og áramót 2017

DalabyggðFréttir

Hátíðarguðþjónustur verða í átta af ellefu kirkjum Dalabyggðar, auk helgistunda á Fellsenda og Silfurtúni. 24. desember – aðfangadagur jóla Helgistund á Fellsenda í Miðdölum kl. 14. Sóknarprestur er sr. Anna Eiríksdóttir og organisti er Halldór Þorgils Þórðarson. Hátíðarguðsþjónusta í Hjarðarholtskirkju í Laxárdal kl. 18. Sóknarprestur er sr. Anna Eiríksdóttir og organisti er Halldór Þorgils Þórðarson. 25. desember – jóladagur Hátíðarguðsþjónusta …

Laugar og Sælingsdalstunga til sölu

DalabyggðFréttir

Dalabyggð hefur auglýst til sölu allar eignir sveitarfélagsins á Laugum í Sælingsdal þar á meðal 50% hlut í jörðinni. Einnig jörðina Sælingsdalstungu að undanskildu vatnsverndarsvæði, vatnsréttindum og vatnsveitu. Nánari upplýsingar eru á fasteignavef mbl.is. Samkvæmt bókun sveitarstjórnar 14. desember sl. verður tekið við tilboðum til og með 29. desember nk.

Auðarskóli – leikskólakennarar

DalabyggðFréttir

Auðarskóli auglýsir eftir að ráða í tvær stöður leikskólakennara frá og með 1. janúar 2018. Um er að ræða tvær 100% stöður. Umsóknarfrestur er til 27. desember 2017. Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst. Helstu verkefni eru að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarnanna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara. Hæfniskröfur eru · leikskólakennaramenntun eða sambærilega menntun sem nýtist í …