Auðarskóli – leikskólakennarar

DalabyggðFréttir

Auðarskóli auglýsir eftir að ráða í tvær stöður leikskólakennara frá og með 1. janúar 2018. Um er að ræða tvær 100% stöður.
Umsóknarfrestur er til 27. desember 2017. Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni eru að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarnanna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara.
Hæfniskröfur eru
· leikskólakennaramenntun eða sambærilega menntun sem nýtist í starfi
· færni í samskiptum
· frumkvæði í starfi
· sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
· stundvísi
· góð íslenskukunnátta
Upplýsingar um starfið veitir Hlöðver Ingi Gunnarsson skólastjóri Auðarskóla í síma 430 4757. Umsóknir berist á netfangið hlodver@audarskoli.is.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei