Ert þú með nýja hugmynd eða fyrirtæki í ferðaþjónustu?

DalabyggðFréttir

Startup Tourism er tíu vikna viðskiptahraðall sem er sniðinn að þörfum nýrra fyrirtækja í ferðaþjónustu. Ár hvert eru allt að tíu sérvalin sprotafyrirtæki valin til þátttöku og fá þau tækifæri til að þróa áfram viðskiptahugmyndir sínar undir leiðsögn reyndra frumkvöðla, fjárfesta og annarra sérfræðinga þeim að kostnaðarlausu. Markmið verkefnisins er að hvetja til nýsköpunar á sviði ferðaþjónustu, styrkja stoðir nýrra …

Hjeraðssamband Dalamanna

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 9. desember kl. 15 verður sögustund á Byggðasafni Dalamanna í samvinnu við UDN og verður þjófstartað á 100 ára afmæli UDN. En einmitt þennan dag, 9. desember, árið 1917 hafði verið boðað til stofnfundar Hjeraðssambands Dalamanna í Hjarðarholti. Rakinn verður aðdragandinn að stofnun Hjeraðssambands Dalamanna og annað það sem hafði áhrif á ungmennafélagsandann á upphafsdögum ungmennafélagshreyfingarinnar. Aðgangseyrir verður sem …

Aðalskipulag Dalabyggðar 2004-2016

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 22. nóvember 2017 að auglýsa skipulags- og matslýsingu að breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016. Hér er sett fram sameiginleg skipulags- og matslýsing fyrir 7 breytingar á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004- 2016 samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingarnar sjö eru eftirfarandi: 1. Efnistökusvæði í landi Hvítadals í Hvolsdal. 2. Vindorkugarður við Hróðnýjarstaði. 3. …

Forsetaheimsókn 6. – 7. desember 2017

DalabyggðFréttir

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú koma í opinbera heimsókn í Dalabyggð dagana 6. og 7. desember. Miðvikudagurinn 6. desember 15:00 Hjúkrunarheimilið Fellsendi. 15:40 Rjómabúið Erpsstöðum. 16:10 Ostagerð MS í Búðardal. 16:40 Leifsbúð. Opinn fundur um framtíð í ferðaþjónustu. Kynnt verða áform um uppbyggingu í Ólafsdal, Vínlandssetur og söguhringinn um Fellsströnd og Skarðsströnd. Kaffiveitingar. 18:10 Byggðasafn Dalamanna …

Jólatré við Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Kveikt verður á jólatré við Auðarskóla mánudaginn 4. desember kl. 17:30. Að venju verður dansað í kringum tréð og sungin jólalög, kannski með aðstoð jólasveina. Á eftir verður boðið upp á kaffi, súkkulaði og piparkökur í Dalabúð.

Stjarnan 100 ára

DalabyggðFréttir

Þann 1. desember 1917 var ungmennafélagið Stjarnan stofnað í fundarhúsi Saurbæjarhrepps að Skollhóli.Af tilefni 100 ára afmælis Stjörnunnar verður boðið til kaffisamsætis í félagsheimilinu Tjarnarlundi laugardaginn 2. desember kl. 20. Meðal annars verða skemmtileg atvik úr starfi Stjörnunnar rifjuð upp, Fagradalsfrændur munu stíga á svið o.fl. Félagar og aðrir velunnarar Stjörnunnar eru hvattir til að mæta og eiga saman góða …

Námskeið eldri borgara

DalabyggðFréttir

Félag eldri borgara í Dölum og Reykhólasveit stendur fyrir námskeiði í keramikmálun í Rauðakrosshúsinu föstudaginn 1. desember kl. 11-18 og laugardaginn 2. desember kl. 10-18. Álfheiður Erla kennir á námskeiðinu. Hún mun koma með efni sem þátttakendur greiða fyrir. Hámark þátttakenda er 20. Námskeiðsgjald er 7.000 kr. Það þarf að skrá sig í síðasta lagi fimmtudaginn 30. nóvember hjá Svönu …

Kínaferð Árna

DalabyggðFréttir

Sunnudaginn 26. nóvember kl. 15 verður sögustund á Byggðasafni Dalamanna. Á dagskrá verður endurflutt efni og sagt frá Árna Magnússyni bónda frá Geitastekk í Hörðudal. Árni fór árið 1753 til Danmerkur, þá 27 ára gamall og þaðan lá leið hans víða um heim og var hann talinn víðförlastur Íslendinga á þeim tíma. Rakin verður ferð hans til Kína og fleiri …

Sveitarstjórnarfundi frestað

DalabyggðFréttir

Fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar sem halda átti í dag 21. nóvember er frestað. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 22. nóvember og hefst hann kl. 17.

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 154. fundur

DalabyggðFréttir

154. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 21. nóvember 2017 og hefst kl. 20. Dagskrá Almenn mál 1. Sala eigna 2. Fjárhagsáætlun 2017 – Viðauki 2 3. Fjárhagsáætlun 2018-2021 4. Samningur um endurskoðun 5. Samningur um símaþjónustu 6. Máskelda vegsvæði 7. Krummaklettar 2 – stofnun lóðar og landskipti 8. Aðalskipulag Dalabyggðar – breyting Almenn mál – umsagnir …