Hjeraðssamband Dalamanna

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 9. desember kl. 15 verður sögustund á Byggðasafni Dalamanna í samvinnu við UDN og verður þjófstartað á 100 ára afmæli UDN. En einmitt þennan dag, 9. desember, árið 1917 hafði verið boðað til stofnfundar Hjeraðssambands Dalamanna í Hjarðarholti.
Rakinn verður aðdragandinn að stofnun Hjeraðssambands Dalamanna og annað það sem hafði áhrif á ungmennafélagsandann á upphafsdögum ungmennafélagshreyfingarinnar.
Aðgangseyrir verður sem fyrr 500 kr fyrir fullorðna og frítt fyrir börn yngri en 18 ára í fylgd með fullorðnum. Kaffi á könnunni.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei