Aðalskipulag Dalabyggðar 2004-2016

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 22. nóvember 2017 að auglýsa skipulags- og matslýsingu að breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016.
Hér er sett fram sameiginleg skipulags- og matslýsing fyrir 7 breytingar á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004- 2016 samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingarnar sjö eru eftirfarandi:
1. Efnistökusvæði í landi Hvítadals í Hvolsdal.
2. Vindorkugarður við Hróðnýjarstaði.
3. Iðnaðarlóð fyrir gagnaver og fleira.
4. Íbúðarsvæði í Búðardal.
5. Stækkun verslunar- og þjónustusvæðis í Búðardal.
6. Frístundasvæði í landi Hlíðar í Hörðudal.
7. Stækkun byggðalínu.
Með skipulags- og matslýsingu þessari er íbúum og öðrum hagsmunaaðilum gefinn kostur á að koma með ábendingar og athugasemdir sem snúa að málefnum aðalskipulags og komandi skipulagsvinnu.
Tillögurnar liggja frammi, frá 7. desember 2017 til 5. janúar 2018 á skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11, 370 Búðardal og heimasíðu sveitarfélagsins, dalir.is.
Athugasemdum eða ábendingum skal skila til skrifstofu skipulagsfulltrúa, að Miðbraut 11 Búðardal eða netfangið byggingarfulltrui @dalir.is fyrir 5. janúar 2018.
Dalabyggð 30. nóvember 2017
Bogi Kristinsson Magnusen
Skipulags og byggingarfulltrúi
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei