Í tilefni dags eldri borgara verður opið hús í leikskólanum þriðjudaginn 21. nóvember kl. 10-11 fyrir Dalamenn 60 ára og eldri. Þar munu börn og starfsfólk leikskóla Auðarskóla bjóða upp á góðar móttökur, samveru, hressingu og sungið saman. Eldri borgarar í Dalabyggð eru hvattir að mæta á góða samverustund með yngri borgurum. Auðarskóli
Laust starf tómstundaleiðbeinanda á Laugum
Ungmenna- og tómstundabúðir UMFÍ á Laugum leita að hressum og orkumiklum tómstundaleiðbeinanda sem hefur ódrepandi áhuga á að vinna með 14 – 15 ára ungmennum frá janúar til maí 2018. Starfið felur í sér að leiðbeina á námskeiðum á daginn og sjá um viðburði tvö kvöld í viku. Húsnæði er á staðnum. Það er kostur ef starfsmaðurinn er yfir 20 …
Opinn vinnufundur um ferðamál
Opinn vinnufundur um ferðamál í Dölum verður mánudaginn 20. nóvember kl. 17 – 20 í Dalabúð. Rædd verður staða og framtíðarsýn fólks varðandi ferðaþjónustu í sveitarfélaginu. Hvað hefur verið vel gert og hvað má betur fara. Allir þeir íbúar Dalabyggðar sem hafa skoðanir á ferðaþjónustu eru hvattir til að mæta og leggja sitt að mörkum til að atvinnugreinin geti blómstrað …
Útibú sýslumanns lokað á föstudaginn
Útibú sýslumanns Vesturlands í Búðardal verður lokað föstudaginn 10. nóvember.
Norræni skjaladagurinn 2017
Héraðsskjalasafn Dalasýslu verður með dagskrá í tilefni norræna skjaladagsins laugardaginn 11. nóvember kl. 15 á Byggðasafni Dalamanna. Þar verður fjallað um ýmislegt tengt yfirskrift skjaladagsins „Hús og heimili“. Meðal annars fjallað um uppbyggingu Glæsivalla í Miðdölum, samsetningu á heimilum skv. manntölum, flutninga húsa og heimila og annað sem upp kemur í spjalli. Efni tengt viðfangsefni dagsins er kynnt á sameiginlegri …
Skrifstofa Dalabyggðar
Vegna námskeiðs verður skrifstofa Dalabyggðar lokuð fyrir hádegi, kl. 10-12, mánudaginn 6. nóvember 2017, en opið verður kl. 12-14.
Alþingiskosningar 2017
Kjörfundur í Dalabyggð vegna Alþingiskosninga laugardaginn 28. október 2017 fer fram á Héraðsbókasafni Dalasýslu, Miðbraut 11 í Búðardal. Kjörfundur hefst klukkan 10:00 og verður slitið kl. 20:00. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar innanlands fer fram hjá sýslumönnum um allt land, á aðalskrifstofum eða í útibúum þeirra. Upplýsingar um kjörstaði og afgreiðslutíma vegna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar er hægt að nálgast …
Blóðug jörð
Vilborg Davíðsdóttir segir frá landnámskonunni Auði djúpúðgu og nýrri bók sinni í Auðarskóla, Búðardal miðvikudaginn 25. október klukkan 18 í boði Sōgufélags Dalamanna. Árið er 883. Veldi norrænna manna á Bretlandseyjum riðar til falls eftir dauða Ólafs hvíta Dyflinnarkonungs og Þorsteinn rauður berst við að halda velli á Katanesi þar sem innfæddir gerast æ herskárri. Lífið er hverfult og enginn …
Haustfagnaður FSD 2017 – úrslit
Nú eru úrslit ljós á Haustfagnaði FSD 2017. Arnar Freyr Þorbjarnarson er Íslandsmeistari í rúningi. Besti hrúturinn á sýningum var lambhrútur nr. 30 í Rauðbarðaholti í Hvammssveit. Besta fimm vetra ærin var síðan Hempa nr. 12-314 á Klifmýri á Skarðsströnd. Íslandsmeistarmótið í rúningi 1. Arnar Freyr Þorbjarnarson í Kringlu 2. Steinar Haukur Kristbjörnsson í Tröð 3. Guðmundur Þór Guðmundsson frá …
Sveitarstjórn Dalabyggðar 152. fundur
152. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 24. október 2017 og hefst kl. 19. Dagskrá Almenn mál 1. Sala eigna – Laugar í Sælingsdal Almenn mál – umsagnir og vísanir 2. Alþingiskosningar 2017 3. Húsnæðisáætlun 4. Gerð svæðisskipulags 5. Umsagnarbeiðni – Nýp á Skarðsströnd 6. Umsókn um lóð að Vesturbraut, 370 Búðardal 7. Fjárhagsáætlun 2017 – Viðauki 2 …