Laust starf tómstundaleiðbeinanda á Laugum

DalabyggðFréttir

Ungmenna- og tómstundabúðir UMFÍ á Laugum leita að hressum og orkumiklum tómstundaleiðbeinanda sem hefur ódrepandi áhuga á að vinna með 14 – 15 ára ungmennum frá janúar til maí 2018.
Starfið felur í sér að leiðbeina á námskeiðum á daginn og sjá um viðburði tvö kvöld í viku. Húsnæði er á staðnum.
Það er kostur ef starfsmaðurinn er yfir 20 ára aldri. Hreint sakavottorð, reyklaus lífsstíll og góð fyrirmynd eru forsendur fyrir starfinu. Umsóknarfrestur er til 5. desember.
Nánari upplýsingar veitir Anna Margrét Tómasdóttir, forstöðukona Ungmenna- og tómstundabúðanna í síma 434 1600 / 861 2660. Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda á netfangið laugar@umfi.is
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei