Dalaveitur

DalabyggðFréttir

Ljósleiðaraverkefni Dalaveitna hefur gengið vel í haust og er plægingu strengs lokið þetta árið. Síðustu metrarnir, sem til stóð að plægja 2018, fóru í jörðina í byrjun nóvember í Saurbænum. Verkefnið hefur verið gríðarlega umfangsmikið, en alls er búið að plægja um 230 km af streng haustið 2017 og sumarið 2018. Heilt yfir hefur framkvæmdin gengið vel, en eins og í öllum stórum verkum hafa komið upp óvænt atvik sem leysa hefur þurft á verktímanum.

Svæðið sem kerfið nær yfir núna er mjög víðfemt og landeigendur og samráðsaðilar margir. Þó búið sé að plægja eru nokkur frágangsatriði sem er verið að skoða. Ef þið hafið ábendingar eða athugasemdir vegna frágangs á ykkar landi vinsamlegast komið þeim á framfæri í tölvupósti á netfangið dalaveitur @dalir.is eða með því að hringja á skrifstofu Dalabyggðar.

Telnet vann að lokafrágangi og uppsetningu húskassa sunnan Búðardals í október. Tenging notenda sunnan Búðardals var virkjuð 7. nóvember s.l. og eiga notendur með virka tengingu að hafa fengið tilkynningu þess efnis ásamt upplýsingum um framhaldið.

Tengingar í Laxárdalnum sunnan Laxár fara fram öðru hvoru megin við áramót. Telnet nær ekki að vinna samfellt að tengingum m.a. vegna sambærilegra verka hjá öðrum sveitarfélögum. Ekki er búist við að tengivinna vestan Búðardals hefjist fyrr en á nýju ári.

Fyrirspurnir vegna umsókna um tengingu skulu berast í ofangreindan tölvupóst (dalaveitur @dalir.is) eða með því að hringja á skrifstofu Dalabyggðar.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei