Íbúafundur um sölu Lauga

DalabyggðFréttir

Íbúafundur um stöðu og framtíð Lauga var haldinn þriðjudagskvöldið 6. nóvember í Dalabúð. Salurinn í Dalabúð var þéttsetinn en á fundinn mættu á annað hundrað manns.

Sveitarstjórnarmenn tóku fyrst til máls hver af öðrum. Góð þátttaka var síðan meðal fundagesta í umræðum. Auk sveitarstjórnarfulltrúa tóku 22 til máls til máls af báðum kynjum og á öllum aldri og lögðu fram fjölbreyttar hugmyndir og skoðanir.

Fundarstjóri var Páll S. Brynjarsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei