Félagsvist í Árbliki

DalabyggðFréttir

Kvenfélagið Fjóla heldur sitt þriðja og síðasta spilakvöld föstudaginn 3. mars kl. 20 í Árbliki. Aðgangseyrir er 1.000 kr. Frítt fyrir 14 ára og yngri. Kaffiveitingar eru að lokinni spilamennsku.

Starfsmaður áhaldahúss – flokksstjóri vinnuskóla

DalabyggðFréttir

Dalabyggð óskar eftir sumarstarfsmanni 1. maí – 30. september 2017. Starfið felst annars vegar í minniháttar viðhalds- og umhverfisverkefnum og hins vegar flokksstjórn Vinnuskóla Dalabyggðar. Æskilegt er að umsækjandi sé 20 ára eða eldri, hafi reynslu af því að vinna með börnum og hafi bíl til umráða. Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu Dalabyggðar og á skrifstofu sveitarfélagsins. Laun eru skv. kjarasamningum …

Allir lesa úrslit

DalabyggðFréttir

Úrslit í Allir lesa 2017 eru nú ljós og varð Dalabyggð í þriðja sæti á eftir Strandabyggð og Fjallabyggð. Dalabyggð hefur því hækkað sig um eitt sæti frá því í fyrra. Alls tóku 37 Dalamenn þátt í átakinu. En alls lásu þátttakendur 43.567 klukkustundir eða sem samsvarar um fimm árum. Öflugasti lestrarhestur landsins reyndist vera Ásdís Jónsdóttir frá Hólmavík en …

Sveitarstjórn Dalabyggðar 145. fundur

DalabyggðFréttir

145. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 21. febrúar 2017 og hefst kl. 18. Dagskrá Almenn mál 1. Kvenfélagið Fjóla – Árblik Almenn mál – umsagnir og vísanir 2. Frumvörp til umsagnar 3. Verksamningur 2017-2019 -hreinsun rotþróa 4. Ísland ljóstengt 2017 5. Ný reglugerð um eldvarnir og eldvarnaeftirlit 6. Íbúaskrá 1.12.2016 Fundargerðir til staðfestingar 7. Stjórn Silfurtúns …

Félagsvist í Árbliki

DalabyggðFréttir

Kvenfélagið Fjóla heldur sitt annað spilakvöld af þremur föstudaginn 17. febrúar kl. 20 í Árbliki. Aðgangseyrir er 1.000 kr. Frítt fyrir 14 ára og yngri. Kaffiveitingar eru að lokinni spilamennsku.

Uppbyggingasjóður Vesturlands

DalabyggðFréttir

Uppbyggingasjóður Vesturlands auglýsir eftir umsóknum úr sjóðnum. Veittir verða styrkir í eftirfarandi verkefni 1. styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar 2. verkefnastyrkir á sviði menningar 3. stofn- og rekstrarstyrkir menningarmála Styrkjum til menningarmála er úthlutað einu sinni á ári. Upplýsingar veitir Elísabet Haraldsdóttir í síma 433 2313 eða 892 5290 eða netfangið menning@vesturland.is. Styrkjum til atvinnuþróunar og nýsköpunar er úthlutað tvisvar …

Hótel Edda Laugum – laus störf

DalabyggðFréttir

Hótel Edda Laugum óskar eftir að ráða kraftmikið og duglegt starfsfólk til almennra hótelstarfa nú í sumar. Starfsreynsla æskileg. Í boði eru fjölbreytt störf s.s í gestamóttöku, í veitingasal, þrif á herbergjum, í þvottahúsi og í eldhúsi. Hægt er að senda inn umsóknir á rafrænu formi á heimasíðu Hótel Eddu. Umsóknarfrestur er til 15. mars næstkomandi. Nánari upplýsingar gefur Dýrfinna …

Allir lesa – fréttatilkynning

DalabyggðFréttir

Landsleikurinn ALLIR LESA er nú í fullum gangi og hafa þátttakendur lesið í samtals 850 daga á þeim 14 dögum sem liðnir eru af keppninni. Sveitarfélögin keppast við að hvetja íbúa áfram og víða keppa sjálfir sveitarstjórarnir til sigurs, enda heiður sveitarfélagsins í húfi! Dalabyggð er í toppslagnum, í öðru sæti eins og er, og hafa bókaormar Dalabyggðar lesið að …

Sögustundir á Byggðasafni Dalamanna

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 11. febrúar kl. 14-16 verður sögustundin tileinkuð lestrarátakinu Allir lesa. Öllum er velkomið að koma og hlusta eða taka þátt í lestrinum. Skiptir þá ekki öllu máli hvað verður fyrir valinu; barnabók, skáldsaga, ljóð, ævisaga, fræðirit, fornsögur, matreiðslubók, rollubókin, frumsamið efni eða eitthvað annað skemmtilegt. Laugardaginn 25. febrúar kl. 15 mun Sigurður Þórólfsson í Innri-Fagradal segja frá mótekju og …

Rekstur tjaldsvæðis í Búðardal

DalabyggðFréttir

Dalabyggð auglýsir eftir aðilum sem kunna að hafa áhuga á að taka að sér rekstur tjaldsvæðis í Búðardal. Áhugasamir hafi samband við sveitarstjóra á skrifstofu Dalabyggðar eða með tölvupósti á netfangið sveitarstjori@dalir.is.