Allir lesa úrslit

DalabyggðFréttir

Úrslit í Allir lesa 2017 eru nú ljós og varð Dalabyggð í þriðja sæti á eftir Strandabyggð og Fjallabyggð. Dalabyggð hefur því hækkað sig um eitt sæti frá því í fyrra. Alls tóku 37 Dalamenn þátt í átakinu. En alls lásu þátttakendur 43.567 klukkustundir eða sem samsvarar um fimm árum.
Öflugasti lestrarhestur landsins reyndist vera Ásdís Jónsdóttir frá Hólmavík en hún las í 304,3 klukkustundir. En á lista yfir 10 efstu í einstaklingskeppninni má finna nöfn þriggja Dalamanna.
Fjöldi vinnustaða keppti í landsleiknum. Í flokki liða með 3-9 liðsmenn sigraði 7 manna lið starfsmanna Dalabyggðar og Sýslumannsins á Vesturlandi í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal. Í sama flokki voru í níunda sæti lið frá Heilsugæslustöðinni og Lyfju og í tíunda sæti lið Leikskóladeildar Auðarskóla.
Í opnum flokki kepptu önnur lið, til dæmis leshringir, saumaklúbbar, fjölskyldulið, skólalið og vinir. Liðið Við sigraði í flokki liða með 3-9 liðsmenn og var einnig heildarsigurvegari landsleiksins. Meðal efstu liða þar má einnig finna lið úr Dölunum.
En mikilvægast er að taka þátt og njóta þess að lesa. Vonandi verða enn fleiri Dalamenn sem taka þátt að ári og miðað við framfarir milli ára er stefnan tekið á a.m.k. annað sæti sveitarfélaga.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei