Uppbyggingasjóður Vesturlands

DalabyggðFréttir

Uppbyggingasjóður Vesturlands auglýsir eftir umsóknum úr sjóðnum.
Veittir verða styrkir í eftirfarandi verkefni
1. styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar
2. verkefnastyrkir á sviði menningar
3. stofn- og rekstrarstyrkir menningarmála
Styrkjum til menningarmála er úthlutað einu sinni á ári. Upplýsingar veitir Elísabet Haraldsdóttir í síma 433 2313 eða 892 5290 eða netfangið menning@vesturland.is.
Styrkjum til atvinnuþróunar og nýsköpunar er úthlutað tvisvar á ári, núna og í haust. Upplýsingar veitir Ólafur Sveinsson í síma 433 2310 eða 892 3208 eða netfangið olisv@ssv.is.
Frestur til að skila umsóknum er til 27. febrúar 2017
Á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi er að finna upplýsingar um umsóknarferli, reglur og viðmið varðandi styrkveitingar.

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei