Dalabyggð óskar eftir félagasamtökum eða einstaklingum til að taka að sér að þrífa Dalabúð eftir stærri viðburði, t.d. þorrablót ofl. Þrifin felast í að skúra gólf og þrífa salerni. Vinnan þarf að jafnaði að fara fram næsta dag eftir samkomu og vera lokið áður en skólahald hefst. Fyrir verkið eru greiddar 50.000 kr. í verktakagreiðslu fyrir hvert skipti. Gera má …
Byggðasafn Dalamanna – sögustund
Þrúður Kristjánsdóttir fyrrverandi skólastjóri í Búðardal mun sjá um næstu sögustund á safninu laugardaginn 14. janúar kl. 15. Þar mun Þrúður segja frá sínum fyrstu kynnum af Dalamönnum og því samfélagi sem hér var þegar hún flutti í Búðardal 1962. Sögustundin verður laugardaginn 14. janúar kl. 15 á Byggðasafni Dalamanna að Laugum í Sælingsdal. Aðgangseyrir verður sem fyrr 500 kr …
Augnlæknir á heilsugæslustöðinni
Guðrún J. Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku á heilsugæslustöðinni í Búðardal fimmtudaginn 12. janúar 2017. Tímapantanir eru í síma 432 1450.
Félagsvist í Árbliki
Kvenfélagið Fjóla heldur sitt fyrsta spilakvöld af þremur föstudaginn 6. janúar kl. 20 í Árbliki. Aðgangseyrir er 1.000 kr. Frítt fer yrir 14 ára og yngri. Kaffiveitingar eru að lokinni spilamennsku.
Áramótabrennur
Árlegar áramótabrennur verða í Búðardal og í Saurbænum. Allar breytingar á brennustæðum og tímasetningum verða auglýstar á vef Dalabyggðar, www.dalir.is. Árleg brenna í Búðardal verður á sjávarkambinum neðan við Búðarbraut og skotsvæði á gömlu bryggjunni. Kveikt verður í brennunni kl. 21. Brennan í Saurbænum verður í landi Bjarnastaða í Staðarhólsdal. Kveikt verður í brennunni um miðnætti.
Jólaball Lionsklúbbs Búðardals
Í dag, fimmtudaginn 29. desember, kl. 17:30 verður hið árlega jólaball Lionsklúbbs Búðardals haldið í Dalabúð. Að venju verður boðið uppá heitt súkkulaði með rjóma og eru gestir beðin að koma með eitthvað gott með því. Kristján og Hanna Valdís mæta með nikkurnar og spila fyrir dansi í kringum jólatréð og einhverjir góðir gestir mæta á svæðið.
Félagsvist í Tjarnarlundi
Félagsvist verður spiluð í Tjarnarlundi í Saurbæ föstudaginn 30. desember kl. 20. Spjaldið kostar 700 kr og þar sem ekki er posi á staðnum er nauðsynlegt að hafa með sér reiðufé. Sjoppa á staðnum í hléi.
Gleðileg jól
Sveitarstjórn Dalabyggðar óskar íbúum Dalabyggðar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs
Heilsugæslan – sérfræðingar
Háls-, nef- og eyrnalæknir verður miðvikudaginn 28. desember, augnlæknir 12. janúar og ljósmóðir 25. janúar. Tímapantanir eru í síma 432 1450. Háls-, nef og eyrnalæknir Þórir Bergmundsson, háls-, nef og eyrnalæknir verður með móttöku miðvikudaginn 28. desember 2016. Augnlæknir Guðrún J. Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku fimmtudaginn 12. janúar 2017. Krabbameinsskoðun Helga Hreiðarsdóttir ljósmóðir verður með móttöku vegna leghálssýnatöku miðvikudaginn …
Opið fjós á Erpsstöðum
Opið fjós verður á Erpsstöðum sunnudaginn 18. desember frá kl. 14. Kl. 14 verður boðið upp á kynnisferð um sali Rjómabúsins. Kl. 14:30 verður leiðsögn um fjósið. Þá hefur gamla fjósið gengið í gegnum miklar breytingar sem einnig verður hægt að skoða. Lifandi tónlist verður milli kl. 15 og 16.