Jólaball Lionsklúbbs Búðardals

DalabyggðFréttir

Í dag, fimmtudaginn 29. desember, kl. 17:30 verður hið árlega jólaball Lionsklúbbs Búðardals haldið í Dalabúð.
Að venju verður boðið uppá heitt súkkulaði með rjóma og eru gestir beðin að koma með eitthvað gott með því.
Kristján og Hanna Valdís mæta með nikkurnar og spila fyrir dansi í kringum jólatréð og einhverjir góðir gestir mæta á svæðið.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei