Byggðasafn Dalamanna – sögustund

DalabyggðFréttir

Þrúður Kristjánsdóttir fyrrverandi skólastjóri í Búðardal mun sjá um næstu sögustund á safninu laugardaginn 14. janúar kl. 15.
Þar mun Þrúður segja frá sínum fyrstu kynnum af Dalamönnum og því samfélagi sem hér var þegar hún flutti í Búðardal 1962.
Sögustundin verður laugardaginn 14. janúar kl. 15 á Byggðasafni Dalamanna að Laugum í Sælingsdal. Aðgangseyrir verður sem fyrr 500 kr fyrir fullorðna og frítt fyrir börn yngri en 18 ára. Kaffi á könnunni.

Fyrstu kynni

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei