Vegna sumarleyfa verður Héraðsbókasafn Dalasýslu lokað vikuna 22. – 28. maí. Þá verður bókasafnið lokað af sömu ástæðum 20. júní til 1. júlí og síðan 25. júlí til 15. ágúst.
Sveitarstjórnarfundur
136. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 19. apríl 2016 og hefst kl. 18. Dagskrá Almenn mál 1. Ársreikningur 2015 2. Leigusamningur Leifsbúð Almenn mál – umsagnir og vísanir 3. Umsögn um rekstrarleyfi Brekkuhvammur 1 4. Umsögn um endurnýjun rekstrarleyfis Stóra Vatnshorn 5. Frumvörp til umsagnar 6. Félag sauðfjárbænda – Ályktun frá aðalfundi 2016 7. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða …
Leiga beitar- og ræktunarlands í eigu Dalabyggðar
Sveitarstjórn hefur samþykkt reglur og gjaldskrá vegna leigu á beitar- og ræktunarlandi í eigu Dalabyggðar og er bæði birt á vefnum dalir.is. Í gjaldskrá sem birt var 6. maí vantaði eina spilduna, en hefur nú verið bætt úr því. Nú eru lausar til umsóknar nokkrar spildur úr landi Fjósa. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð eru á dalir.is og skrifstofu Dalabyggðar. Skv. …
Þjóðlendukröfur
Kröfulýsingarfrestur vegna þjóðlendukrafna í Dalasýslu hefur verið framlengdur til 18. júní 2016.
Ársreikningur Dalabyggðar 2015
Ársreikningur Dalabyggðar fyrir árið 2015 var samþykktur og undirritaður af sveitarstjórn 19. apríl. Þá var hann og kynntur á íbúafundi í Dalabúð 12. apríl. Rekstrartekjur Dalabyggðar á árinu 2015 voru fyrir A og B-hluta 755,2 millj. kr. en rekstrargjöld 691,0 millj. kr. Rekstrarniðurstaða án fjármunatekna og fjármagnsgjalda var jákvæð um 35,1 millj. kr. Fjármunagjöld umfram fjármunatekjur námu 15,1 millj. kr …
Ferðamálafulltrúi
Starf ferðamálafulltrúa Dalabyggðar er laust til umsóknar. Starfshlutfall er 50% og starfsaðstaða verður á skrifstofu Dalabyggðar og í Leifsbúð. · Kynningar- og markaðssetningarstarf í samvinnu við Markaðsstofu Vesturlands, upplýsingamiðstöðvar á Vesturlandi og ferðaþjónustuaðila í Dölum · Rekstur upplýsingamiðstöðvar í Leifsbúð og tilheyrandi þjónustu við gesti upplýsingamiðstöðvar. · Umsjón með Landafundasýningu og öðrum sýningum sem kunna að verða settar upp í …
Upplýsingafulltrúi – sumarstarf
Starf upplýsingafulltrúa við upplýsingamiðstöð ferðamanna í Leifsbúð er laust til umsóknar. Umsóknareyðublöð má nálgast á https://dalir.is/stjornsysla/eydublod/ Umsóknum skal skila á skrifstofu Dalabyggðar í síðasta lagi 6. maí nk.
Sumarstarf háskólanema
Starfið er ætlað háskólanema sem er á milli anna í háskólanámi eða er að útskrifast úr háskóla á þessu ári. Starfið getur verið skipulagt í samræmi við áhuga-/menntasvið umsækjanda svo sem verkstjórn vinnuskóla, félagsleg liðveisla, aðstoð hjá byggingarfulltrúa, í upplýsingamiðstöð ferðamanna eða verkefni tengd menningar- og ferðamálum.
Þjóðlendukröfur í Dalasýslu
Þjóðlendukröfur í Dalasýslu voru birtar með lögformlegum hætti í Lögbirtingablaðinu fimmtudaginn 18. febrúar 2016. Þar er skorað á þá sem telja til eignarréttinda á þjóðlendukröfusvæðis ríkisins að lýsa kröfum sínum skriflega fyrir óbyggðanefnd innan þriggja mánaða, nánar tiltekið í síðasta lagi miðvikudaginn 18. maí 2016. Að loknum framangreindum fresti fer fram opinber kynning á heildarkröfum (ríkis og annarra) sem stendur …
Sjálfboðaliðaverkefni
Umsóknarfrestur um sjálfboðavinnuverkefni Dalabyggðar er til 29. apríl. Byggðarráð afgreiðir umsóknir. Íbúar eru hvattir til að nýta sér þetta til að hrinda í framkvæmd brýnum umhverfisverkefnum í sínu næsta nágrenni. Almenn skilyrði fyrir úthlutun framlaga eru að umsækjandi eigi lögheimili í Dalabyggð, sé ekki í vanskilum við sveitarfélagið og að umsókninni fylgi lýsing á verkefni og kostnaðaráætlun. Forsvarsmaður verkefnis skal …