Háls-, nef og eyrnalæknir

DalabyggðFréttir

Þórir Bergmundsson, háls-, nef og eyrnalæknir, verður með móttöku á heilsugæslustöðinni í Búðardal föstudaginn 18. desember nk. Tímapantanir eru í síma 432 1450.

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 131. fundur

DalabyggðFréttir

131. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 15. desember 2015 og hefst kl. 17:30. Dagskrá Almenn mál 1. Svæðisskipulag Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar 2. Fjölbrautaskóli Vesturlands – Ósk um styrk til tækjakaupa á árinu 2016 3. Land til urðunar – samningur 4. Leifsbúð – upplýsingamiðstöð – landafundasýning 5. Lánssamningur 2015 6. Gjaldskrár 2016 7. Fjárhagsáætlun 2016-2019 Almenn …

Óveður

DalabyggðFréttir

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi fyrir allt landið vegna óvenju slæmrar veðurspár. Vegagerðin gerir ráð fyrir að loka veginum um Bröttubrekku kl. 16 í dag og um Svínadal kl. 17. Gera má ráð fyrir að lokað verði til kl. 15 á morgun þriðjudag. Íbúar Dalabyggðar eru hvattir til þess að gæta að lausamunum, fylgjast með útvarpsfréttum og halda sig heima …

Jón og jólasveinarnir

DalabyggðFréttir

Jón Jónsson þjóðfræðingur á Kirkjubóli ætlar að heimsækja Byggðasafn Dalamanna og segja frá jólasveinunum í sögustund sunnudaginn 13. desember kl. 15. Öll þekkjum við jólasveina okkar Dalamanna sem Jóhannes úr Kötlum orti um. En nafngreindir jólasveinar og meyjar eru nokkuð fleiri þegar nánar er skoðað. Þetta er meira en ágætis tilefni til að heimsækja safnið, hlusta á skemmtilegan fróðleik, fá …

Eyjólfur skólastjóri lætur af störfum

DalabyggðFréttir

Á fundi fræðslunefndar Dalabyggðar 3. desember sl. kom fram að Eyjólfur Sturlaugsson skólastjóri Auðarskóla hefur sagt upp starfi sínu. Fræðslunefnd þakkaði Eyjólfi samstarfið og óskar honum farsældar á nýjum vettvangi en Eyjólfur mun taka við starfi sunnan heiða í byrjun nýs árs. Staða skólastjóra Auðarskóla verður auglýst fljótlega, en Þorkell Cýrusson staðgengill skólastjóra mun gegna starfinu þar til nýr skólastjóri …

Folaldasýning Hrossaræktarsambands Dalamanna

DalabyggðFréttir

Vegna slæmrar veðurspár er folaldasýningunni sem halda átti laugardaginn 5. desember aflýst. Stjórn Hrossaræktarsambands Dalamanna Folaldasýning Hrossaræktarsambands Dalamanna verður haldin í Nesoddahöllinni laugardaginn 5. desember kl. 13. Skráning folalda er hjá hjá siggijok@simnet.is eða hjá Svanborgu í síma 434 1437. Við skráningu þarf að koma fram nafn folalds og litur, faðir og móðir, eigandi og ræktandi. Keppt verður um fallegasta …

Auglýsing um lýsingu deiliskipulags í Ólafsdal

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fund sínum þann 17. október að auglýsa lýsingu á nýrri deiliskipulagstillögu skv. 1.mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lýsing deiliskiplagstillögu felur í sér eftirfarandi: Ólafsdalur í Gilsfirði er meðal merkustu sögu-, menningar- og minjastaða á Vesturlandi við Breiðafjörð. Viðfangsefni deiliskipulagsins er endurreisn og verndun bygginga og menningarlandslags í Ólafsdal. Miðað er við að öll húsin verði …

Jólatré við Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Kveikt verður á jólatré við Auðarskóla miðvikudaginn 2. desember kl. 17:30. Á eftir er boðið upp á kaffi, súkkulaði og piparkökur í Dalabúð eins og venjulega.

Félagsþjónustan

DalabyggðFréttir

Viðtalstímar félagsráðgjafa hafa verið fluttir á fyrsta og þriðja miðvikudag í mánuði. Tímapantanir eru í síma 433 7100 eða 898 9222. Samningur er við Borgarbyggð um félagsþjónustu og þjónustu í barnaverndarmálum. Undir þann samning falla fjárhagsaðstoð, félagsleg ráðgjöf, félagsleg liðveisla og annar stuðningur við fatlað fólk og fjölskyldur fatlaðra barna, leyfisveitingar vegna daggæslu í heimahúsum og barnavernd. Auk viðtalstíma í …

Verslunarfélag Dalasýslu

DalabyggðFréttir

Sunnudaginn 29. nóvember kl. 15 verður sagt frá Verslunarfélagi Dalasýslu í sögustund á Byggðasafni Dalamanna á Laugum í Sælingsdal. Verslunarfélag Dalasýslu var stofnað í Hjarðarholti 23. júlí 1886. Torfi Bjarnason í Ólafsdal var forkólfur að stofnun félagsins og fyrsti formaður þess. Verslunarfélagið starfaði alla tíð sem pöntunarfélag og rak aldrei verslun. Bændur fluttu út lifandi sauði og annað geldfé, hross, …