Jón og jólasveinarnir

DalabyggðFréttir

Jón Jónsson þjóðfræðingur á Kirkjubóli ætlar að heimsækja Byggðasafn Dalamanna og segja frá jólasveinunum í sögustund sunnudaginn 13. desember kl. 15.
Öll þekkjum við jólasveina okkar Dalamanna sem Jóhannes úr Kötlum orti um. En nafngreindir jólasveinar og meyjar eru nokkuð fleiri þegar nánar er skoðað.

Þetta er meira en ágætis tilefni til að heimsækja safnið, hlusta á skemmtilegan fróðleik, fá sér kaffisopa og kannski líta eftir vegsummerkjum eftir þá jólasveina sem komnir eru til byggða.

Aðgangseyrir er 500 kr fyrir fullorðna og frítt fyrir börn yngri en 18 ára í fylgd fullorðinna.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei