Eyjólfur skólastjóri lætur af störfum

DalabyggðFréttir

Á fundi fræðslunefndar Dalabyggðar 3. desember sl. kom fram að Eyjólfur Sturlaugsson skólastjóri Auðarskóla hefur sagt upp starfi sínu. Fræðslunefnd þakkaði Eyjólfi samstarfið og óskar honum farsældar á nýjum vettvangi en Eyjólfur mun taka við starfi sunnan heiða í byrjun nýs árs.
Staða skólastjóra Auðarskóla verður auglýst fljótlega, en Þorkell Cýrusson staðgengill skólastjóra mun gegna starfinu þar til nýr skólastjóri hefur verið ráðinn.
Eyjólfur hefur verið skólastjóri Auðarskóla frá stofnun hans árið 2009 en þá voru grunnskólarnir í Dalabyggð, leikskólinn og tónlistarskólinn sameinaðir í eina stofnun.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei