Leikskólakennara vantar við Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Leikskólakennara vantar við leikskóladeild Auðarskóla. Auðarskóli er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli staðsettur í Búðardal. Einkunnarorð skólans eru: Ábyrgð –Ánægja- Árangur. Leikskólinn er tveggja deilda og að jafnaði dvelja þar 35 – 40 börn frá 12 mánaða aldri. Húsnæði leikskólans er nýlegt og aðstaða og aðbúnaður góður. Við leitum að einstaklingi sem er jákvæður, skapandi og vill vera virkur hluti …

Opið hús á Heilsugæslustöðinni í Búðardal

DalabyggðFréttir

Föstudaginn 27. nóvember verður opið hús á Heilsugæslustöðinni í Búðardal frá kl. 14:00 – 17:30. Í tilefni af alþjóðadegi sykursjúkra verður boðið upp á blóðþrýstings- og blóðsykurmælingar í samstarfi við Lionsklúbb Búðardals. Einnig gefst fólki kostur á að skoða stöðina og sjúkrabílana ásamt því að kynna sér starfsemina og þann tækjakost sem er til staðar. Fulltrúar frá Hollvinasamtökum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands …

Auðarskóli – Danmerkurferð

DalabyggðFréttir

Nemendur á elsta stigi Auðarskóla eru að fara í skólaferðalag til Kaupmannahafnar í vor og er nemendafélagið því á fullu að safna fyrir ferðinni. Nú eru í boði átta vörur sem gætu komið sér vel fyrir jólin. Opnuð hefur verið sölusíða til þess að allir geti verslað hvar sem er við nemendafélagið. Slóðin á sölusíðuna: http://netsofnun.is/Sofnun/Vorur/4605/0/ Lokað verður fyrir söluna …

Ormahreinsun katta

DalabyggðFréttir

Eiganda eða umráðamanni kattar er skylt að láta ormahreinsa kött sinn árlega og ber hann allan kostnað af hreinsun hans, nema að annað komi fram í samþykkt hlutaðeigandi sveitarfélags. Skylt er að ormahreinsa alla ketti fjögurra mánaða og eldri. Ef ekki er kveðið á um annað í samþykkt viðkomandi sveitarfélags skal eigandi eða umráðamaður kattar geyma hreinsunarvottorð í þrjú ár …

Ormahreinsun hunda

DalabyggðFréttir

Hér með tilkynnist að árleg hundahreinsun fer fram hjá Gísla Sverri Halldórssyni dýralækni að Ægisbraut 19 í Búðardal miðvikudaginn 18. nóvember 2015 kl. 16-18. Eiganda eða umráðamanni hunds er skylt að láta ormahreinsa hund sinn árlega. Tilgangur hreinsunarinnar er að fyrirbyggja sýkingar hjá mönnum af völdum bandorma og spóluorma í hundum. [57. gr. reglugerðar nr. 941/2002] Skv. gjaldskrá Dalabyggðar fyrir …

Sveitarstjórn Dalabyggðar 130, fundur

DalabyggðFréttir

130. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 17. nóvember 2015 og hefst kl. 19. Dagskrá Almenn mál 1. Skipan Almannavarna á Vesturlandi 2. Erindi Íbúðalánasjóðs til sveitarstjórnar 3. Land til urðunar – samningur 4. Nýting á Fjósatúnum 5. Erindi frá skólaráði Auðarskóla 6. Endurreisn Ólafsdals – beiðni um styrk fyrir árið 2016 7. Samstarf og/eða sameining sveitarfélaga …

Norræni skjaladagurinn 2015

DalabyggðFréttir

Héraðsskjalasafn Dalasýslu verður með dagskrá í tilefni norræna skjaladagsins sunnudaginn 15. nóvember frá kl. 15 í Byggðasafni Dalamanna á Laugum í Sælingsdal. Í ár er samnorrænt þema „Gränslöst“. Íslensk yfirskrift skjaladagsins er „Án takmarka“. Augljóslega varð því viðfangsefni Héraðsskjalasafns Dalasýslu „Fjallskil í Dölum“. Vegna mótþróa sauðkindarinnar að þekkja og virða merki jarða, hreppa og sýslna hefur þróast allt frá landnámi …

Vesturland einn af áhugaverðustu áfangastöðum heims

DalabyggðFréttir

Vesturland er á top 10 lista Lonely Planet yfir 10 bestu svæði til að heimsækja í heiminum í 2016. en The Loneley Planet er leiðandi í útgáfu handbóka fyrir ferðamenn Samkvæmt frétta tilkynningu The Loneley Planet er Vesturland á listanum yfir áhugaverðasta svæði sökum rólyndislegs yfirbragðs svæðisins, auk þess sem gott er að ferðast um svæðið þegar kemur að því …

Auðarskóli – deildarstjóri

DalabyggðFréttir

Laus er staða deildarstjóra við leikskóladeild Auðarskóla. Auðarskóli er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli og er staðsettur í Búðardal. Einkunnarorð skólans eru: Ábyrgð –Ánægja- Árangur. Leikskólinn er tveggja deilda og að jafnaði dvelja þar 35 – 40 börn frá 12 mánaða aldri. Húsnæði leikskólans er nýlegt og aðstaða og aðbúnaður góður. Næsti yfirmaður er aðstoðarleikskólastjóri. Við leitum að einstaklingi sem …

Félagsleg liðveisla

DalabyggðFréttir

Starfsmaður óskast í félagslega liðveislu í Dalabyggð. Markmið liðveislu er að efla einstaklinga til sjálfshjálpar, veita persónulegan stuðning og aðstoð sem miðar að því að rjúfa félagslega einangrun. Við leitum að hressum einstaklingi, 18 ára eða eldri. Sveigjanlegur vinnutími, en um er að ræða 12-16 tíma á mánuði. Umsóknir sendist á netfangið vildis@borgarbyggd.is eða á skrifstofu Borgarbyggðar Borgarbraut 14, 310 …