Uppskeruhátíð UDN

DalabyggðFréttir

Uppskeruhátíð barna- og ungmennastarfs UDN og aðildarfélaga verður haldin við Reykhólaskóla miðvikudaginn 2. september klukkan 18. Allir eru velkomnir á hátíðina. Í boði verða grillaðir hamborgarar og veittar verða viðurkenningar fyrir þátttöku, framfarir og góðan árangur í frjálsum íþróttum, fótbolta og hestamennsku. Íþróttaálfurinn og Solla stirða munu mæta hress og kát á svæðið. Þeir sem eiga UDN fatnað eru hvattir …

Sumargleði á Skarðsströnd

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 29. ágúst verður Sumargleði á Skarðsströnd í samstarfi Röðuls, Skarðsstöðvar og Þaulseturs. Opið hús verður í Röðli kl. 13-17. Þar verður markaður, kaffi og kökur, spjall, sýningar og uppákomur. Þrautaganga verður í Skarðsstöð kl. 17:30-20. Keppt verður þar í hefðbundnum skarðstrendskum þrautum og íþróttagreinum. Skráning er á staðnum. Síðan verður einhver næring í boði fyrir tónleika. Gleðisveitin PLÚS verður …

Augnlæknir í Búðardal

DalabyggðFréttir

Guðrún J. Guðmundsdóttir verður með móttöku á Heilsugæslustöðinni í Búðardal fimmtudaginn 3. september. Tímapantanir eru í síma 432 1450

MS Búðardal – laus störf

DalabyggðFréttir

MS Búðardal óskar eftir starfsfólki til vélgæslu- og framleiðslustarfa. Um framtíðarstörf er að ræða. Nánari upplýsingar veita Lúðvík Hermannsson (ludvikh @ms.is) og Elísabet Svansdóttir (elisabets @ms.is). Mjólkursamsalan Búðardal Allir þeir sem hafa í boði lögleg störf, innan þess svæðis að íbúar Dalabyggðar geti sótt þau, geta fengið atvinnuauglýsingar birtar hér á heimasíðu sveitarfélagsins endurgjaldslaust.

Söngkennsla í Búðardal

DalabyggðFréttir

Hanna Dóra Sturludóttir söngkona og söngkennari býður upp á söngkennslu í Búðardal 4. og 5. september. Boðið verður upp á einkatíma fyrir fólk á öllum aldri. Farið verður í undirstöðuatriði í söng, þ.e. öndun stöðu, framburð, túlkun o.s.frv. Hægt er að velja millum 30 mínútna kennslustunda (2.500 kr) eða 60 mínútna (5.000 kr). Áhugasamir hafi samband við Hönnu Dóru fyrir …

Uppbygging í Ólafsdal

DalabyggðFréttir

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, Þröstur Ólafsson stjórnarformaður Minjaverndar og Rögnvaldur Guðmundsson formaður Ólafsdalsfélagsins undirrituðu samkomulag um viðtöku lands og eigna í Ólafsdal í Gilsfirði. Markmiðið með samkomulaginu er endurreisn bygginga og menningarlandslags á staðnum þar sem m.a. er áformað að reka menningartengda ferðaþjónustu. Í Ólafsdal stofnaði Torfi Bjarnason fyrsta íslenska búnaðarskólann árið 1880. Í skólanum, sem starfræktur var til …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 127. fundur

DalabyggðFréttir

127. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 18. ágúst 2015 og hefst kl. 17. Dagskrá Almenn mál 1. Brothættar byggðir 2. Lögreglusamþykkt fyrir Dalabyggð Fundargerðir til staðfestingar 3.35. fundargerð félagsmálanefndar 4.Byggðarráð Dalabyggðar – 160. fundur 4.1. Kjör formanns og varaformanns til eins árs 4.2. Sauðfjárveikivarnarlínur 5.Byggðarráð Dalabyggðar – 161. fundur 5.1. Starf íþrótta- og tómstundafulltrúa Dalabyggðar / …

Húsvörður Tjarnarlundi

DalabyggðFréttir

Starf húsvarðar í Tjarnarlundi er laust frá 1. september n.k. Áhugasamir hafi samband við sveitarstjóra á skrifstofu Dalabyggðar.

Fundur um ljósleiðaramál

DalabyggðFréttir

Boðað er til opins fundar um ljósleiðaramál í Árbliki 25. ágúst nk. og hefst kl. 20. Fyrir liggur að Orkufjarskipti hf. munu leggja ljósleiðara um Skógarströnd nú í haust og líkur eru á að í framhaldi verði lagður ljósleiðari milli Hörðudals og Glerárskóga. Dalabyggð ásamt Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi hafa fundað með Orkufjarskiptum um hvernig fyrirhuguð lagning þessa ljósleiðara gagnist …

Íslandsmót í hrútadómum

DalabyggðFréttir

Íslandsmót í hrútadómum verður sunnudaginn 16. ágúst kl. 14 í Sævangi við Steingrímsfjörð. Jafnan er góð þátttaka í hrútadómunum, bæði í flokki þaulreyndra hrútadómara og líka í flokki óvanra hrútaþuklara. Að venju verður kjötsúpa á boðstólum og kaffihlaðborð allan liðlangan daginn. Síðasta ár sigraði Björn Þormóður Björnsson, Ytra-Hóli, Austur-Húnavatnssýslu og landaði því Íslandsmeistaratitlinum í hrútadómum í annað skipti, en hann …