Söngkennsla í Búðardal

DalabyggðFréttir

Hanna Dóra Sturludóttir söngkona og söngkennari býður upp á söngkennslu í Búðardal 4. og 5. september.
Boðið verður upp á einkatíma fyrir fólk á öllum aldri. Farið verður í undirstöðuatriði í söng, þ.e. öndun stöðu, framburð, túlkun o.s.frv.
Hægt er að velja millum 30 mínútna kennslustunda (2.500 kr) eða 60 mínútna (5.000 kr).
Áhugasamir hafi samband við Hönnu Dóru fyrir 1. september í síma 781 2934 eða á netfangið hannadora@gmx.de.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei