Fundur um ljósleiðaramál

DalabyggðFréttir

Boðað er til opins fundar um ljósleiðaramál í Árbliki 25. ágúst nk. og hefst kl. 20.
Fyrir liggur að Orkufjarskipti hf. munu leggja ljósleiðara um Skógarströnd nú í haust og líkur eru á að í framhaldi verði lagður ljósleiðari milli Hörðudals og Glerárskóga.
Dalabyggð ásamt Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi hafa fundað með Orkufjarskiptum um hvernig fyrirhuguð lagning þessa ljósleiðara gagnist íbúum svæðisins sem fyrst og sem best.
Þá er vonast eftir að hafið verði landsátak í ljósleiðaravæðinu landsins á allra næstu misserum.
Á fundinum verður gert grein fyrir stöðu mála.

Drög að dagskrá

1. Sveinn Pálsson sveitarstjóri.
Aðdragandi fundarins o.sv.frv.
2. Haraldur Benediktsson Alþingismaður.
Landsátak, staða mála
3. SSV, Páll/Ólafur/Guðmundur
Frumhönnun ljósleiðaranets um Dalabyggð
4. Orkufjarskipti – Bjarni M. Jónasson / Benedikt S. Haraldsson
Lagning ljósleiðara frá Hörðudal að Stykkishólmi – staða mála – heimtaugar?
Framtíðaráform
5. Kaffihlé
6. Umræður og fyrirspurnir
Fundarlok
Sveitarstjórn Dalabyggðar
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei