Dalir og hólar 2014

DalabyggðFréttir

Dalir og hólar 2014 – LITUR er myndlistasýning í Dölum og Reykhólasveit frá 5. júlí til 10. ágúst. Á sýningunni eru verk eftir myndlistamennina Bjarka Bragason, Eygló Harðardóttur, Gerd Tinglum, Loga Bjarnason og Tuma Magnússon. Sýningarstjórar eru Sólveig Aðalsteinsdóttir og Þóra Sigurðardóttir. Sýningin kallast á við fyrri Dala og hóla-sýningar að því leyti að hún hefur að markmiði að taka …

Samþykkt deiliskipulags fyrir nýjan urðunarstað í landi Höskuldsstaða

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti 1. júlí 2014 deiliskipulag fyrir nýjan urðunarstað í landi Höskuldsstaða. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust og hefur þeim, sem gerðu athugasemdir, verið send umsögn sveitarstjórnar. Deiliskipulagið er samþykkt með þeirri breytingu að lóð til sorpurðunar er minnkuð í 2,5 ha og byggingarreitur minnkaður til samræmis. Vegtenging var færð vegna …

Vestfjarðavíkingurinn 2014

DalabyggðFréttir

Vestfjarðavíkingurinn, keppni sterkustu manna landsins, fer fram dagana 10. til 12. júlí. Keppt verður í tveimur síðustu greinunum á bæjarhátíð í Búðardal laugardaginn 12. júlí. Fimmtudaginn 10. júlí verð keppt í kútakasti og bryggjupollaburði á Hellissandi kl. 11, bóndagöngu í Bjarkarlundi kl. 17 og steinum upp fyrir höfuð á Reykhólum kl. 19. Föstudaginn 11. júlí verður keppt í réttstöðulyftu á …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 115. fundur

DalabyggðFréttir

115. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 1. júlí 2014 og hefst kl. 18. Dagskrá Almenn mál 1. Ráðning sveitarstjóra 2. Félag eldri borgara – áskorun um stofnun öldungaráðs 3. Skoðanakönnun um sameiningu sveitarfélaga 4. Fjölbrautaskóli Vesturlands – Lóð heimavistar 5. Ferðamálastofa – Kortlagning auðlinda í ferðaþjónustu 6. Þóknun sveitarstjórnarmanna Almenn mál – umsagnir og vísanir …

Leikjanámskeið

DalabyggðFréttir

Leikjanámsskeið verður haldið 7. – 11. júlí fyrir börn fædd 2004 til 2009, þ.e. 5 til 10 ára. Námsskeiðinu stjórnar Jóhanna Lind og henni til aðstoðar verður Íris Dröfn. Hægt er að skrá barn/börn til og með 4. júlí. Það þarf að borga fyrirfram. Námsskeiðið kostar 7.000 kr Námskeiðið er frá mánudeginum 7. júlí til föstudagsins 11. júlí, kl. 13-16 …

Furðuleikar á Ströndum

DalabyggðFréttir

Sauðfjársetur á Ströndum heldur sína árlegu Furðuleika sunnudaginn 29. júní og hefjast þeir kl. 13. Leikarnir fara fram á Sævangsvelli við Steingrímsfjörð og eru lokapunkturinn á bæjarhátíðinni Hamingjudögum á Hólmavík. Þetta er í ellefta skipti sem Furðuleikarnir fara fram. Á Furðuleikum er keppt í ýmsum skringilegum íþróttagreinum sem eiga það sameiginlegt að vera afbragðs skemmtun og hafa ekki hafa hlotið …

Rúlluplast

DalabyggðFréttir

Næsta söfnun á rúlluplasti verður miðvikudaginn 25. júní og fimmtudaginn 26. júní. Bönd og net þarf að setja sér í poka og mega þá fylgja með.

Hvammskirkja 130 ára

DalabyggðFréttir

Sunnudaginn 29. júní verður 130 ára vígsluafmælis Hvammskirkju minnst með messu sem hefst kl. 14. Sr. Þorbjörn Hlynur Árnason, prófastur Vesturlandsprófastsdæmis, predikar og annast altarisþjónustu ásamt sóknarpresti, sr. Önnu Eiríksdóttur. Hanna Dóra Sturludóttir sópran syngur einsöng við undirleik Halldórs Þorgils Þórðarsonar. Halldór stjórnar og kirkjukór Dalaprestakalls. Sýning á ikonum eftir Helga Þorgils Þórðarson hefur verið sett upp í kirkjunni í …

Jóhannes Haukur oddviti sveitarstjórnar

DalabyggðFréttir

Á fyrsta fundi nýkjörinnar sveitarstjórnar þann 19. júní var Jóhannes Haukur Hauksson kosinn oddviti sveitarstjórnar til eins árs og Halla Sigríður Steinólfsdóttir varaoddviti. Eyþór Jón Gíslason, Ingveldur Guðmundsdóttir og Þorkell Cýrusson voru kosin í byggðarráð til eins árs og Halla Sigríður Steinólfsdóttir, Sigurður Bjarni Gilbertsson og Valdís Gunnarsdóttir til vara. Ingveldur var kosin formaður og Eyþór Jón varaformaður. Þá samþykkti …

Timbur- og járngámar

DalabyggðFréttir

Gámar fyrir járn og timbur verða staðsettir á eftirtöldum stöðum eftirfarandi daga. Vikuna 18.-24. júní í Saurbæ, Hvammssveit og á Skarðsströnd. Vikuna 25. júní–1. júlí á Fellsströnd og í Laxárdal. Vikuna 2.-8. júlí í Haukadal, Miðdölum og Hörðudal. Vikuna 9.–15. júlí á Skógarströnd.