Laugardaginn 21. júní fara fram árlegir frændaleikar í Ytri-Fagradal. Þar koma saman fagrir frændur og fræknar frænkur og etja kappi í ólíklegustu keppnisgreinum.
Þungum steinum er lyft, dreginn slóði, girðingarstaurum kastað langar leiðir, hangið á Júlíönu, rúllu rúllað og fullir mjólkurbrúsar bornir til svo eitthvað sé nefnt.
Allir eru hjartanlega velkomnir í Fagradalinn.