Vestfjarðavíkingurinn 2014

DalabyggðFréttir

Vestfjarðavíkingurinn, keppni sterkustu manna landsins, fer fram dagana 10. til 12. júlí. Keppt verður í tveimur síðustu greinunum á bæjarhátíð í Búðardal laugardaginn 12. júlí.
Fimmtudaginn 10. júlí verð keppt í kútakasti og bryggjupollaburði á Hellissandi kl. 11, bóndagöngu í Bjarkarlundi kl. 17 og steinum upp fyrir höfuð á Reykhólum kl. 19.
Föstudaginn 11. júlí verður keppt í réttstöðulyftu á Patreksfirði kl. 13 og síðan öxulpressu og tunnuhleðslu á Tálknafirði kl. 17.
Laugardaginn 12. júlí verður síðan keppt í trukkadrætti við Leifsbúð kl. 13 og að lokum í steinatökum við Dalabúð kl. 17.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei