Hvammskirkja 130 ára

DalabyggðFréttir

Sunnudaginn 29. júní verður 130 ára vígsluafmælis Hvammskirkju minnst með messu sem hefst kl. 14.
Sr. Þorbjörn Hlynur Árnason, prófastur Vesturlandsprófastsdæmis, predikar og annast altarisþjónustu ásamt sóknarpresti, sr. Önnu Eiríksdóttur.
Hanna Dóra Sturludóttir sópran syngur einsöng við undirleik Halldórs Þorgils Þórðarsonar. Halldór stjórnar og kirkjukór Dalaprestakalls.
Sýning á ikonum eftir Helga Þorgils Þórðarson hefur verið sett upp í kirkjunni í tilefni afmælisins.
Að athöfn lokinni verður gestum boðið upp á kirkjukaffi.
Smiður og hönnuður kirkjunnar var Guðmundur Jakobsson (1860-1933) sonur sr. Jakobs Guðmundssonar og Steinunnar Guðmundsdóttur á Sauðafelli.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei