Fræðslukvöld um þjálfunarstiga Háskólans á Hólum er vera átti að Miðfossum í Borgarfirði miðvikudaginn 12. febrúar kl. 20-22 er frestað til miðvikudagsins 19. febrúar. Reiðkennaraefni Háskólans á Hólum eru þessa dagana með sýnikennslu víðsvegar um land og munu þrír nemendur sækja Miðfossa heim. Þeir eru Astrid Skou Buhl, Bjarki Þór Gunnarsson og Johanna Schulz. Byrjað er á stuttum fyrirlestri …
Þorrablót á Borðeyri
Laugardaginn 22. febrúar halda Ungmennafélagið Harpa og Kvenfélagið Iðunn sitt árlega þorrablót í skólahúsinu á Borðeyri. Húsið opnar kl. 20:00, blótið byrjar kl. 20.30. Veitingaþjónustan Krásir sér um matinn og hljómsveitin Kopar spilar fyrir dansi. Skemmtiatriði eru í höndum heimamanna. Aðgangseyrir er 6.500 kr, posi verður á staðnum sem og sjoppa. Pantanir á blótið eru hjáÁsdísi (símar 451 1123 / …
Námskeið hjá Glað
Fræðslu- og æskulýðsnefnd Glaðs hefur skipulagt nokkur námskeið nú í vetur. Rétt er þó að hafa í huga að einstaka námskeið verða einungis haldin ef næg þátttaka fæst. Skráningar Við skráningum á námskeiðin taka Heiðrún (sími 772 0860 eða netfangið hsandra @is.enjo.net), Svanborg (sími 895 1437 og netfangið svanborgjon @simnet.is) og Ágústa Rut (sími 771 3881 eða netfangið nem.arh1 @lbhi.is). …
Deildarfundur Breiðafjarðardeildar Kaupfélags Borgfirðinga
Deildarfundur Breiðafjarðardeildar verður haldinn í Félagsheimilinu Árbliki, fimmtudaginn 13. febrúar kl. 20:30. Dagskrá 1. Rekstur KB 2013 og horfur á árinu 2014. 2. Kynning á stefnumótun KB. 3. Samvinnufélög – félags og rekstrarformið vítt um lönd – kynning og umræður um samvinnufélagsrekstur. 4. Kosning deildarstjóra og fulltrúa á aðalfund KB 2014. Félagið býður fundarmönnum uppá kaffi og með því. Allir …
Augnlæknir í Búðardal
Guðrún J. Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku á heilsugæslustöðinni í Búðardal fimmtudaginn 6. febrúar. Tímapantanir eru í síma 432 1450. Heilsugæslustöðin í Búðardal
Almennt reiðnámskeið Glaðs
Fræðslu- og æskulýðsnefnd Glaðs hefur skipulagt nokkur námskeið nú í vetur. Fyrsta námskeiðið er almennt reiðnámskeið með Skildi Orra Skjaldarsyni. Námskeiðið stendur yfir frá byrjun febrúar og út apríl. Námskeiðið er ætlað börnum jafnt sem fullorðnum, konum sem körlum. Um hóptíma er að ræða en einnig verða hægt að fá einkatíma. Verð er 12.000 kr. Við skráningum taka: Heiðrún, sími …
Fasteignagjöld 2014
Álagning og innheimta fasteignagjalda fyrir árið 2014 er nú lokið og álagningarseðla má sjá á Island.is. Athygli er vakin á röngum ártölum í síðasta Dalapósti. Að sjálfsögðu er miðað skattframtal 2013, vegna tekna 2012 við útreikning afslátts ellilífeyrisþega og öryrkja. Innheimta Fasteignagjöldin verða innheimt með rafrænum greiðsluseðlum sem hægt er að greiða í netbanka. Gjaldendum er bent á þann möguleika …
Stéttarfélag Vesturlands
Skrifstofa Stéttarfélags Vesturlands er opin annan hvorn fimmtudag kl. 9:30-12:30. Þar sem opnunartími féll niður fimmtudaginn 30. janúar verður opið mánudaginn 3. febrúar. Opnunardagar fram á vorið eru 13. febrúar, 27. febrúar, 13. mars, 27. mars, 10. apríl, 8. maí og 22. maí. Skrifstofa Stéttarfélags Vesturlands er á annarri hæð stjórnsýsluhússins að Miðbraut 11 í Búðardal. Síminn í Búðardal er …
Þorrablót Suðurdala
41. þorrablót Suðurdala verður haldið í Árbliki laugardaginn 8. febrúar. Húsið opnar kl. 20 og borðhald hefst kl. 20:30. Matur er framreiddur af Höfðakaffi og hljómsveitin Þórunn og Halli sjá um dansleikinn. Miðapantanir þurfa að berast Finnboga (sími 897 9603), Bjarneyju (sími 434 1359 / 846 1952) eða Línu (sími 434 1654 / 690 1654) eigi síðar en mánudaginn 3. …
Vorboðinn
Söngfélagið Vorboðinn er að hefja nýtt starfsár og því góður tími til byrja í kórnum. Söngfélagið Vorboðinn var formlega stofnað í janúar 1948 og hefur starfað síðan með smávægilegum hléum. Kórinn hefur sungið við ýmis tækifæri, en meðal fastra liða eru jólatónleikar í Breiðabólstaðarkirkju á Skógarströnd. Nýir söngglaðir félagar eru velkomnir í félagið. Áhugasamir hafi samband við Jófríði Önnu í …