Gámafélagið hefur safnað rúlluplasti frá öllum bæjum nema tveimur vestan Búðardals. Vegna hálku og hvassviðris verður söfnun frestað fram yfir helgi. Stefnt að því að klára alla staði á mánu- og þriðjudaginn, 18.-19. desember.
Dalaveitur – truflun á farsímasambandi frá Staðarfelli
Fimmtudaginn 9. nóvember kl. 12 hefst vinna við ljósleiðarastofn í Hvammssveit. Við það gætu orðið truflanir á farsímasendum á Staðarfelli sem gæti haft áhrif á símasamband við Hvammsfjörðinn þar sem engir aðrir sendar dekka. Þetta gæti varað í um 1 – 1,5 klst. Tilkynning hefur verið send til heimila sem verða fyrir rofi á netsambandi sem hefst á sama tíma …
Truflanir á köldu vatni vegna viðgerðar
1111111111111111111111111 2222222222222222222 3333333333333333333 444444444444444444444 55555555555555555555 666666666666666666666 77777777777777777777 8888888888888888 Komið hefur upp leki, líklegast á kaldavatnsstofn, í Miðbraut milli leikskóla og slökkvistöðvar. Lekinn hefur ekki áhrif á afhendingu vatns í hús enn sem komið er og undirbúningur að viðgerð hafinn. Gera má ráð fyrir truflunum á köldu vatni og lokunum í einhvern tíma meðan unnið er að viðgerð. Stefnt að því …
Ný losunarsvæði fyrir garðaúrgang
Vegna gatnagerð í Iðjubraut hefur eldra söfnunarsvæði fyrir garðaúrgang verið aflagt. Íbúar eru beðnir um að losa ekki þar þó að hluti af haugunum sé þar enn. Búið er að koma upp svæði fyrir gróðurúrgang (gras og tré/greinar)norðan við Búðardal ofan við skógræktina. Þangað er hægt að fara með gras- og trjáúrgang, en ekki jarðveg. Jarðveg má losa á fyllingarsvæðið …
Dalaveitur – vinna í kringum lagnir
Þegar lýður að vori huga sjálfsagt margir að girðingarvinnu, greftri eða öðrum framkvæmdum sem fela í sér jarðrask á landareign sinni. Áður en ráðist er í slíkt er nauðsynlegt að kanna hvort og hvaða veitur gætu verið í jörð á eða við framkvæmdarsvæðið. Meðal þeirra er ljósleiðarakerfi Dalaveitna sem liggur um flestar jarðir í Dalabyggð. Undirsíða Dalaveitna ehf. hefur verið …
Grassláttur 2023-2025 – útboð
Dalabyggð óskar eftir tilboðum í grasslátt og hirðu á grasblettum í eigu sveitarfélagsins í Búðardal og við Tjarnarlund. Á grundvelli taxtaverða, og meðfylgjandi upplýsinga, er markmiðið að gera samning til minnst þriggja ára, frá og með komandi sumri. Áhugasöm geta kallað eftir gögnum með því að senda tölvupóst á kristjan@dalir.is. Gögnin verða send fyrst þriðjudaginn 14. mars n.k. og fyrirspurnafrestur …
Rúlluplastsöfnun frestað
Rúlluplastsöfnunin sem átti að fara fram frá og með deginum í dag frestast því miður fram yfir helgi af óviðráðanlegum orsökum. Söfnun fer fram um leið og hægt er. Hringt verður á þá bæi sem hirt verður hjá hverju sinni með dags fyrirvara.
Verðkönnun: Iðjubraut og Lækjarhvammur, jarðvegsskipti og lagnir
Sveitarfélagið Dalabyggð óskar eftir tilboðum í framkvæmdina: IÐJUBRAUT OG LÆKJARHVAMMUR, JARÐVEGSSKIPTI OG LAGNIR Verkin felast í jarðvegsskiptum og lagningu fráveitu- og vatnslagna í nýjum götum. Um er að ræða fyrri áfangi Iðjubrautar annars vegar og botnlanga vestur af Lækjarhvammi hins vegar. Hvor gata er aðskilið verkefni og hægt að gefa tilboð í bæði eða bara annað. Grafið verður fyrir götum …
Lokahóf UDN 2022
Lokahóf UDN verður haldið fimmtudaginn 8. september í grunnskólanum á Reykhólum. UDN býður fólki í sund klukkan 17:00. Kl 18:00 við grunnskólann verður grillið orðið heitt og grillaðir verða hamborgarar. Leikir á staðnum og þátttökuviðurkenningar veittar. Endum sumarið á góðum degi saman, vonumst til að sjá sem flesta. Stjórn UDN.
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 224. fundur
FUNDARBOÐ 224. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 18. ágúst 2022 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2207024 – Uppsögn á samningi um félagsþjónustu 2. 2208004 – Vegamál 3. 2205017 – Fjallskil 2022 4. 2207023 – Umsókn um skólavist utan sveitarfélags Fundargerðir til staðfestingar 5. 2206003F – Byggðarráð Dalabyggðar – 292 6. 2206005F …